Lagareldisfrumvarpið ekki klárað í vor Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 13:35 Ekki hefur náðst sátt innan ríkisstjórnarinnar um lagareldisfrumvarpið sem upphaflega stóð til að klára fyrir þinglok. Málinu hefur verið frestað fram á haust Vísir/Vilhelm Ríkisstjórninni hefur ekki tekist að ná saman um lagareldisfrumvarpið í atvinnuveganefnd. Upphaflega stóð til að klára málið fyrir þinglok. Ágreiningur stjórnarliða snýr aðallega að ákvæðum um sektir og gjaldheimtu. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að frumvarpið sé gríðarlega stórt, rúmlega 130 greinar, og málið hreinlega orðið of þungt í vexti til þess að hægt sé að klára það í vor. Ósammála um sektarákvæði og gjaldheimtu „Kannski í fyrsta lagi vildum við tímasetja leyfin í stað þess að hafa ótakmörkuð leyfi, og þá átti það líka að hafa áhrif á sektarákvæði og annað slíkt,“ segir Ásmundur. Hann segir að allir hafi verið sammála um þær breytingar, að leyfin yrðu ekki ótímabundin. Ásmundur Friðriksson segir að ágreiningurinn hafi aðallega snúið að gjaldheimtu og sektarákvæðum.Vísir/Vilhelm Ágreiningurinn hafi helst verið um breytingar á sektarákvæðum. „Við vorum alveg þannig séð búin að ná saman um skattheimtuna, en þetta laut að þessum atriðum helst, þessar gjaldheimtur og háu sektir. Upphæðirnar eru gríðarlega háar, fimmhundruð milljónir er hæsta sektin,“ segir Ásmundur. Ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um stór mál Logi Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan hafi haft ýmislegt um málið að segja, en það hafi ekki þurft til. Málið hafi farið út af borðinu án stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið einkennandi fyrir ástandið innan ríkisstjórnarinnar. „Þau eru saman í bíl, geta ómögulega komið sér saman um það hvert á að keyra, rífa í stýrið hvert hjá öðru og það er óhjákvæmilegt að það endar úti í skurði,“ segir Logi. Hann segir fleiri stór mál innan ríkisstjórnarinnar sem ekki hefur náðst sátt um. „Hitt stóra málið er samgönguáætlunin, svo er það vindurinn og fleira, sem við eigum eftir að sjá hvað gerist með,“ segir Logi. Logi Einarsson segir ríkisstjórnina ekki geta komið sér saman um það hvert eigi að stefna.Vísir/Vilhelm
Sjókvíaeldi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fiskeldi Tengdar fréttir Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41 Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar 17. júní 2024 13:41
Bjarkey kemur starfsfólki matvælaráðuneytisins til varnar Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir vegið að æru embættismanna í umræðu um breytingar á umgjörð um lagareldi á Íslandi. Hún geti ekki orða bundist og ítrekar að allt sé uppi á borði. Það hafi verið unnin vönduð og góð vinna sem skili sér í því frumvarpi sem sé til umræðu. 25. maí 2024 10:18