Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu styst lítillega Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 23:09 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, skoðar nú að sameina HTÍ við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Biðtími barna eftir heyrnarþjónustu hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands hefur styst lítillega frá því í nóvember á síðasta ári. Þrettán samtök skoruðu þá á ráðherra að tryggja rekstrargrundvöll stofnunarinnar. Fram kemur í nýju svari ráðherra að enn séu um tvö þúsund einstaklingar á bið eftir þjónustu í allt að tvö ár, og að börn bíði nú í þrjá mánuði í stað fimm. Lengst er biðin hjá fullorðnum eftir mælingu og heyrnartæki. Minnst er biðin vegna aðstoðar vegna heyrnartækja. Heilbrigðisráðuneytið skoðar að sameina stofnunina við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og að breyta lögum um hana. Frá þessu er greint í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Birgis Þórarinssonar. Þar kemur einnig fram að alls bíða 134 börn þriggja ára og yngri eftir heyrnarþjónustu og 75 börn sem eru eldri en fjögurra ára. Alls eru það 209 börn sem er um hundrað færri börnum en biðu í nóvember. Þá bíða 380 fullorðnir eftir því að komast í fyrstu komu og 1.155 fullorðnir eftir mælingu og heyrnartæki. Þá eru 177 sem bíða eftir aðstoð vegna heyrnartækja og 107 vegna þess að þau vilja aðstoð við val á tæki. Heyrnar- og talmeinastöðinni ber að sinna heyrnamælingum, greiningum og meðferð á heyrna- og talmeinum. Þá sinnir HTÍ einnig meðferð og íhlutun vegna barna sem fæðst með skarð í góm og/eða vör. Í fyrirspurn Birgis er spurt hvers konar aðgerðir ráðherra ætli að grípa til svo hægt verði að vinna á löngum biðlistum. Fram kemur í svari ráðherra að í nóvember á síðasta ári hafi verið farið í átak til að stytta biðtíma yngstu barnanna og hann hafi styst úr fimm mánuðum í þrjá. Á sama tíma hafi biðtími eftir vali á tækjum farið úr fimm mánuðum í um fjóra mánuði. Þá kemur fram að ráðuneytið hafi skoðað ýmsar möguleika og beitt sér fyrir auknu framboði menntunar í heyrnartengdum fræðum. Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra að innan ráðuneytisins sé það til skoðunar hvort tilefni sé til að breyta lögum um Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands þannig að hlutverk hennar sé afmarkað með skýrari hætti og möguleikar á öflun sértekna auknir. Rekstrargjöld stofnunarinnar í fyrra voru 586 milljónir. Stofnunin fékk 208 milljónir í fjárlögum og 315 milljónir fjárheimild. Þá kemur fram að sértekjur stofnunarinnar voru 315 milljónir. „Fyrst og fremst er um að ræða sölutekjur. Að frádregnum vörukaupum og beinum kostnaði skila aðrar tekjur um 1/ 3– 1/ 2 af þeirri fjárhæð í hreinar tekjur til stofnunarinnar. Sala heyrnartækja og annarra hjálpartækja vegna heyrnarskerðingar myndar meginhluta sértekna stofnunarinnar.“ Uppsafnaður halli Í svari ráðherra segir að á árunum 2017 til 2021 hafi uppsafnaður halli af rekstri stofnunarinnar verið um 150 milljónir króna. Í fjáraukalögum árin 2021 og 2023 hafi svo verið millifærð alls 213 milljónir króna einskiptisframlög til stofnunarinnar sem hafi leyst vanda hennar að hluta. Framlög á fjáraukalögum ársins 2021 námu 113 milljónum króna og 100 milljónum króna árið 2023. Fjórtán milljóna aðhaldskrafa er á stofnuninni fyrir árin 2020 til 2024. „Möguleikar til frekari hagræðingar og skýrari afmörkunar starfseminnar eru jafnframt til skoðunar. Ráðuneytið hefur haft til skoðunar ýmsar hugmyndir um breytingar á rekstri stofnunarinnar undanfarin tvö ár, þ.m.t. sameiningu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir í svari ráðuneytisins og að Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafi leitað að nýju húsnæði fyrir stofnunina frá árinu 2019. „Skoðað hefur verið að koma stofnuninni fyrir innan einnar af þremur heilsugæslum sem stefnt er að því að leita að nýju húsnæði fyrir á höfuðborgarsvæðinu og að í millitíðinni verði stofnunin tímabundið hýst í húsnæði í eignasafni ríkisins. Það sama má segja um starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri sem hefur verið í húsnæði með heilsugæslustöð HSN. Eftir flutning heilsugæsluþjónustu HSN í nýtt húsnæði er unnið að því að leysa húsnæðismál heyrnarþjónustu þar, m.a. með það að sjónarmiði að hún rúmist með heilsugæsluþjónustu til framtíðar,“ segir enn fremur. Heilbrigðismál Réttindi barna Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Lengst er biðin hjá fullorðnum eftir mælingu og heyrnartæki. Minnst er biðin vegna aðstoðar vegna heyrnartækja. Heilbrigðisráðuneytið skoðar að sameina stofnunina við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og að breyta lögum um hana. Frá þessu er greint í svari frá heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins, Birgis Þórarinssonar. Þar kemur einnig fram að alls bíða 134 börn þriggja ára og yngri eftir heyrnarþjónustu og 75 börn sem eru eldri en fjögurra ára. Alls eru það 209 börn sem er um hundrað færri börnum en biðu í nóvember. Þá bíða 380 fullorðnir eftir því að komast í fyrstu komu og 1.155 fullorðnir eftir mælingu og heyrnartæki. Þá eru 177 sem bíða eftir aðstoð vegna heyrnartækja og 107 vegna þess að þau vilja aðstoð við val á tæki. Heyrnar- og talmeinastöðinni ber að sinna heyrnamælingum, greiningum og meðferð á heyrna- og talmeinum. Þá sinnir HTÍ einnig meðferð og íhlutun vegna barna sem fæðst með skarð í góm og/eða vör. Í fyrirspurn Birgis er spurt hvers konar aðgerðir ráðherra ætli að grípa til svo hægt verði að vinna á löngum biðlistum. Fram kemur í svari ráðherra að í nóvember á síðasta ári hafi verið farið í átak til að stytta biðtíma yngstu barnanna og hann hafi styst úr fimm mánuðum í þrjá. Á sama tíma hafi biðtími eftir vali á tækjum farið úr fimm mánuðum í um fjóra mánuði. Þá kemur fram að ráðuneytið hafi skoðað ýmsar möguleika og beitt sér fyrir auknu framboði menntunar í heyrnartengdum fræðum. Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra að innan ráðuneytisins sé það til skoðunar hvort tilefni sé til að breyta lögum um Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands þannig að hlutverk hennar sé afmarkað með skýrari hætti og möguleikar á öflun sértekna auknir. Rekstrargjöld stofnunarinnar í fyrra voru 586 milljónir. Stofnunin fékk 208 milljónir í fjárlögum og 315 milljónir fjárheimild. Þá kemur fram að sértekjur stofnunarinnar voru 315 milljónir. „Fyrst og fremst er um að ræða sölutekjur. Að frádregnum vörukaupum og beinum kostnaði skila aðrar tekjur um 1/ 3– 1/ 2 af þeirri fjárhæð í hreinar tekjur til stofnunarinnar. Sala heyrnartækja og annarra hjálpartækja vegna heyrnarskerðingar myndar meginhluta sértekna stofnunarinnar.“ Uppsafnaður halli Í svari ráðherra segir að á árunum 2017 til 2021 hafi uppsafnaður halli af rekstri stofnunarinnar verið um 150 milljónir króna. Í fjáraukalögum árin 2021 og 2023 hafi svo verið millifærð alls 213 milljónir króna einskiptisframlög til stofnunarinnar sem hafi leyst vanda hennar að hluta. Framlög á fjáraukalögum ársins 2021 námu 113 milljónum króna og 100 milljónum króna árið 2023. Fjórtán milljóna aðhaldskrafa er á stofnuninni fyrir árin 2020 til 2024. „Möguleikar til frekari hagræðingar og skýrari afmörkunar starfseminnar eru jafnframt til skoðunar. Ráðuneytið hefur haft til skoðunar ýmsar hugmyndir um breytingar á rekstri stofnunarinnar undanfarin tvö ár, þ.m.t. sameiningu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,“ segir í svari ráðuneytisins og að Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hafi leitað að nýju húsnæði fyrir stofnunina frá árinu 2019. „Skoðað hefur verið að koma stofnuninni fyrir innan einnar af þremur heilsugæslum sem stefnt er að því að leita að nýju húsnæði fyrir á höfuðborgarsvæðinu og að í millitíðinni verði stofnunin tímabundið hýst í húsnæði í eignasafni ríkisins. Það sama má segja um starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri sem hefur verið í húsnæði með heilsugæslustöð HSN. Eftir flutning heilsugæsluþjónustu HSN í nýtt húsnæði er unnið að því að leysa húsnæðismál heyrnarþjónustu þar, m.a. með það að sjónarmiði að hún rúmist með heilsugæsluþjónustu til framtíðar,“ segir enn fremur.
Heilbrigðismál Réttindi barna Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira