„Þessi vantrauststillaga verður felld“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. júní 2024 23:01 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að vantrauststillaga á ráðherra Vinstri grænna verði felld á morgun. Vísir/Vilhelm Vantrauststillaga Miðflokksins á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra vegna meintra slælegra vinnubragða hennar við útgáfu leyfis til Hvals hf. um veiðar á langreyði verður tekin til umræðu á Alþingi á morgun. Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa gefið það út að þeir muni allir verja Bjarkeyju vantrausti. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þessi vantrauststillaga verður felld,“ sagði Hildur og að það þyrfti enginn að hafa áhyggjur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Pólitískt leikrit Málið hafi verið rætt á þingflokksfundi í dag. Hún hafi ekki tekið nafnakall en að þingflokkurinn muni stuðla að því að tillagan verði felld. „Enda er þessi tillaga eingöngu pólitískt leikrit sem aðför að ríkisstjórninni. Skiljanlega er stjórnarandstaðan að horfast í augu við að meirihlutinn hér ætlar að klára fullt af málum,“ segir Hildur og að það verði gert í samstöðu og málamiðlunum, fyrir fólkið í landinu. „Það er hlutverkið sem við vorum kosin til að sinna og við ætlum að gera það," segir Hildur. Innan þingflokksins hafi verið áhyggjur af þessu máli. Þingmenn hafi sterkar skoðanir á stjórnsýslunni en tillagan verði samt sem áður felld. Stefna á að ljúka þingi í þessari viku Hildur segir að flokkarnir vinni nú að því að miðla málum svo hægt verði að ljúka þingstörfum. Það væri eðlilegt að svo ólíkir flokkar þyrftu að gera það. „Það eru vissulega mjög mörg mál undir. En þetta gengu vel. Við ætlum að klára og við látum ekki stjórnarandstöðuna stilla okkur upp við vegg með þessum hætti með svona furðutillögu,“ segir Hildur. Stefnt væri að því að ljúka þingstörfum í þessari viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40 Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Sleppur við að taka afstöðu til vantrauststillögunnar Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður ekki í þingsal á morgun þegar vantrauststillaga Miðflokksins á hendur Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra verður borin fram. 19. júní 2024 13:40
Vantrauststillaga lögð fram Þingmenn Miðflokksins munu leggja fram vantrauststillögu á hendur Bjarkeyju Olsen matvælaráðherra við upphaf þingfundar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á morgun. 18. júní 2024 12:53
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49