Kvosin verður að heildstæðu göngusvæði í allt sumar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 15:57 Borgarbúar munu sjá þessa breytingu strax á næstu dögum. Vísir/Einar Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag að gera Austurstræti, Veltusund og hluta Vallarstrætis að göngugötu í allt sumar, eða fram til 1. október næstkomandi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við fréttastofu að borgarbúar geti vænst þess að sjá umræddar breytingar strax á næstu dögum. Þannig verða sett upp skilti og skýringargögn til að það verði skýrt að um göngusvæði sé að ræða. Ákvörðun þessi byggir á samþykkt ráðsins frá 10. janúar og stefnumörkun um umferðarskipulag Kvosarinnar. Dóra Björt segir að ráðið vilji nýta þennan tíma í sumar til frekara samráðs og til að heyra betur í hagaðilum varðandi endanlega útfærslu á umræddu svæði til framtíðar. „Við metum síðan í framhaldinu hvernig breytingin mælist fyrir og leggjum grunn að framtíðarfyrirkomulagi göngusvæðisins.“ Dóra segir að í öllum hverfum séu langtum fleiri jákvæð gagnvart göngusvæðum og að þeim fjölgi sem telji að göngusvæðin mættu vera stærri. „Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni og erum nú að stíga skref í þá átt. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um með svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar.“ Borgarstjórn Göngugötur Píratar Reykjavík Tengdar fréttir Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32 Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir í samtali við fréttastofu að borgarbúar geti vænst þess að sjá umræddar breytingar strax á næstu dögum. Þannig verða sett upp skilti og skýringargögn til að það verði skýrt að um göngusvæði sé að ræða. Ákvörðun þessi byggir á samþykkt ráðsins frá 10. janúar og stefnumörkun um umferðarskipulag Kvosarinnar. Dóra Björt segir að ráðið vilji nýta þennan tíma í sumar til frekara samráðs og til að heyra betur í hagaðilum varðandi endanlega útfærslu á umræddu svæði til framtíðar. „Við metum síðan í framhaldinu hvernig breytingin mælist fyrir og leggjum grunn að framtíðarfyrirkomulagi göngusvæðisins.“ Dóra segir að í öllum hverfum séu langtum fleiri jákvæð gagnvart göngusvæðum og að þeim fjölgi sem telji að göngusvæðin mættu vera stærri. „Við hlustum á íbúa og tökum þessu sem hvatningu til þess að fjölga göngusvæðum í borginni og erum nú að stíga skref í þá átt. Fólk hefur eðlilega skiptar skoðanir á þróun borgarinnar og samgöngumálum en ég held að við kunnum öll vel að meta að geta stigið út úr amstri dagsins, rölt um áhyggjulaus jafnvel með lítil kríli hlaupandi um með svigrúm til að setjast niður í skemmtilegu borgarumhverfi til að njóta stundarinnar.“
Borgarstjórn Göngugötur Píratar Reykjavík Tengdar fréttir Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32 Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Kvosin í miðbænum verður göngusvæði og bílastæðin fara Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 6. febrúar 2024 19:32
Samþykkt að Kvosin og Austurstræti verði göngusvæði Forhönnun að nýju Austurstræti var kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar í morgun. Gatan á að verða göngugata og í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hönnun götunnar ýti undir það að hún verði áfram „ein mikilvægasta gata miðborgarinnar.“ 10. janúar 2024 17:25