Segir árásargjarna hrúta sitja um heimilið sitt Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 11:45 Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum. Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Lausaganga hrúta í Vogum á Vatnsleysuströnd hefur orðið tilefni talsverðrar óánægju meðal íbúa. Baldur Gunnarsson íbúi í bænum segir hrútavandann hafa verið viðvarandi síðustu ár og árásargjarnir hrútar hafi setið um heimili hans síðustu daga. „Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Vogar Landbúnaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
„Ég er með svona skýli byggt fyrir anddyrið hjá mér og þeir eru bara fluttir inn þangað,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Spörð við anddyrið Hann segist hafa haft samband við lögreglu sem fullvissaði hann um að hrútunum yrði smalað úr bænum. „Þeir eru að skíta þarna fyrir framan útidyrnar hjá mér. Þetta er ekki mjög skemmtilegt,“ segir Baldur. Eiginkona hans birti færslu á íbúahóp Voga á Vatnsleysuströnd á Facebook þar sem hún kvartaði undan umsátri hrútanna. Viðbrögðin voru misjöfn í athugasemdunum. Sumir tóku undir en aðrir fundu til með hrútunum sem voru ekki að gera annað en að leita sér skjóls frá rigningunni. Baldur segir hrútana valda garðræktaráhugafólki talsvert meiri vandræðum en honum sjálfum.Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir Baldur segist þó vera orðinn þreyttur á aðgerðarleysi bæjarins og eiganda hrútanna. „Þetta er búið að vera svona í nokkur ár og það hefur verið kvartað hjá bænum og það virðist öllum vera bara alveg sama,“ segir hann. „Þið gerið ykkur einhvern mat úr þessu og kannski gerum við mat úr hrútunum,“ bætti hann svo við og hló. Hrútarnir séu hinir ljúfustu Árni Magnússon er bóndi á Vatnsleysuströnd og er eigandi téðra hrúta. Hann segir leiðinlegt að þeir hafi verið að angra íbúa og að þeir verði sóttir hið snarasta. Hrútarnir séu þó hinir ljúfustu. „Maður er alltaf búinn að smala þeim en grasið er alltaf grænna hinum megin. Þeir hlaupa bara út úr girðingunni og rölta þarna yfir. Þeir eru á leiðinni inni í girðinguna aftur. Leiðinlegt að þeir hafi verið að angra fólk, það er ekki gott,“ segir Árni í samtali við fréttastofu.
Vogar Landbúnaður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira