Jose Luis Garcia er allur Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2024 10:55 Jose Luis Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hans verður einkum minnst fyrir rekstur Caruso sem hefur verið einn vinsælasti veitingastaður landsins í rúma tvo áratugi. vísir/gva Veitingamaðurinn Jose Garcia varð bráðkvaddur í vikunni en hann hafi starfað áratugum saman að veitingarekstri í Reykjavík. Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha. Veitingastaðir Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, ekkja Jose Garcia, tilkynnti um fráfall hans í gærkvöldi. „Minningin um klettinn okkar mun lifa ævilangt í hjörtum okkar,“ sagði Þrúður meðal annars í stuttri tilkynningu. Fráfall hans kom flatt upp á alla, hann hné niður. Jose Garcia var fæddur 1961 og er frá Hondúras. Hann er gjarnan kenndur við staðinn Caruso sem lengi hefur verið rómaður fyrir góðan ítalskan mat. Lengstum var rekstur Caruso staðsettur við Bankastræti en hefur allra síðustu ár verið rekin í Austurstræti. Staðurinn hefur jafnan notið mikilla vinsælda. Árið 2014 lenti Jose Garcia í átökum við eiganda húsnæðisins, feðgana Jón Ragnarsson og Valdimar Jónsson, og fjallaði Vísir ítarlega um þau átök sem leiddu til þess að starfsemi Caruso var flutt. Jose Garcia kom upphaflega til Íslands sem skiptinemi. Þetta var árið 1985 en hann fór þá til Akureyrar og var þar í nokkur ár. Þegar hann hlaut ríkisborgararétt varð hann, eins og allir sem það gerðu, að taka upp íslenskt nafn og hét hann því Freyr jafnframt en notaði það nafn aldrei. Leiðin lá fljótlega í veitingageirann en Jose er lærður arkítekt. Frá árinu 2000 eignaðist hann Caruso og má segja að staðurinn og vinnan hafi verið hans helsta áhugamál. Og kom þá arkítektamenntun sér vel en hann hannaði jafnframt staði sína sem alla tíð nutu fádæma vinsælda. Caruso er líklega einn best rekni og vinsælasti veitingastaður landsins. Jose lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Elst er Veronica, Alexis var í miðjunni og yngst var Samantha.
Veitingastaðir Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira