Níu ára strákur lést eftir slys í mótorhjólakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 07:30 Lorenzo Somaschini hafði þegar vakið mikila athygli fyrir hæfileika sína á mótorhjólinu. @lolosomaspro Lorenzo Somaschini þótti einn efnilegasti mótorhjólakappi sem hefur komið fram í Argentínu en örlögin komu í veg fyrir að við fáum að sjá hann keppa aftur. Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Akstursíþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira
Hinn níu ára gamli Lorenzo er látinn eftir árekstur í mótorhjólakeppni unglinga í Brasilíu en þetta var Honda Junior Cup og hluti af brasilíska Super Bike meistaramótinu. Lorenzo féll illa af mótorhjóli sínu. Hann var fluttur á sjúkrahús Sao Paulo og lá á gjörgæslu í fjóra daga en læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hans. „Hjarta mitt er brostið og sálin sigruð. Ég þarf að kveðja þig. Ég mun sakna þín svo mikið „Lolito“. Þakka þér fyrir að leyfa mér að taka þátt í draumnum þínum. Hvíldu í fríði meistari,“ sagði þjálfari hans Diego Pierluigi við argentínska blaðið La Vanguardia. Slysið varð á frjálsri æfingu tengdri keppninni en Somaschini féll eftir árekstur í einni beygjunni. Hann fékk strax læknisaðstoð á staðnum og hugað var að honum áður en hann var fluttur á sjúkrahús. Í fyrstu virtist líðan hans vera stöðug en svo fór honum að hraka aftur. Mótshaldarar hafa veitt fjölskyldunni aðstoð síðan á föstudaginn þegar slysið varð. Unglingamótið er fyrir krakka á aldrinum níu til sextán ára en þetta eru sérhönnuð mótorhjól sem geta náð allt að hundrað kílómetra hraða. Somaschini keppti alltaf með númer 99 á hjólinu sínu en það gerði hann til heiðurs átrúnaðargoðsins og þrefalda heimsmeistarans Jorge Lorenzo. „Hjarta mitt er brostið af því að ég var hans átrúnaðargoð og hann notaði númerið mitt. Því miður geta mótorhjólin gefið okkur allt en um leið tekið allt líka. Ég sendi fjölskyldunni samúðarkveðjur og stórt faðmlag,“ skrifaði Lorenzo á samfélagsmiðla sína. Somaschini er frá Rosario en það er borgin sem Lionel Messi kemur frá. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Akstursíþróttir Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ Sjá meira