„Það er þetta viðvarandi ólögmæti“ Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 18. júní 2024 20:45 Ákveðið verður í kvöld hvort umræða fari fram á þingi á morgun eða fimmtudag um vantraust á matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fylkja sér um vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir stjórnsýslu hvalveiðimálsins, allt frá því að Svandís Svavarsdóttir tók ákvarðanir í málinu sem matvælaráðherra, hafa verið óboðlega. „Það er þetta viðvarandi ólögmæti,“ segir Bergþór og þá skipti ekki máli hvort sé litið til ákvarðana Svandísar, afstöðu umboðsmanns Alþingis til hennar ákvarðana, tímabilið þar sem Katrín sinnti verkum Svandísar eða til þess þegar Bjarkey hefur nú tekið við. Bergþór ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það kristallast kannski í því að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra notar það sem rökstuðning fyrir útgáfu leyfisins þegar á endanum hún gefur það út, gagnslaust í raun leyfi, að henni hafi aldrei staðið neitt annað til boða á grundvelli þeirra laga sem eru í gildi,“ segir Bergþór og að ráðherrar Vinstri grænna hafi haft nægan tíma í matvælaráðuneytinu til að leggja fram lagabreytingartillögur á lögunum. Undirliggjandi samtöl Heimir spyr Bergþóri hvort að mögulega sé ekki samþykki fyrir slíkum breytingum í ríkisstjórn en Bergþór segir að það hafi komið fram að þegar ríkisstjórnin var „skrúfuð aftur saman“ eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur að það hafi verið rætt og ákveðið að hvalveiðar yrðu ekki stöðvaðar. „Þannig það er augljóst að það eru undirliggjandi samtöl þarna, þó það sé ekki skrifað með beinum hætti í stjórnarsáttmála, sem hljóta að gera þingflokk Sjálfstæðisflokks ósáttan og ætti að gera þingflokk Framsóknarflokks það sömuleiðis.“ Bergþór var á leið á fund með öðrum þingflokksformönnum þar sem átti að ræða þingmálalista ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok. Hann segist hóflega bjartsýnn á listinn sé tilbúinn. Stjórnarflokkarnir hafi haldið þinginu í gíslingu í þrjár vikur en þau hljóti að færast nær dag frá degi. Á fundi formanna á einnig að ræða hvort vantrauststillagan verði rædd á þingi á morgun eða á fimmtudag. Ekki liggur fyrir hvort allir þingmenn stjórnarflokka ætli sér að styðja við matvælaráðherra og kjósa gegn henni en þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar hafa þó gefið út að þeir ætli að gera það. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks á eftir að ræða málið en í það minnsta tveir þingmenn flokksins, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson, hafa talað skýrt gegn ákvörðunum ráðherra. Ef einhverjir þingmenn flokksins greiða atkvæði með tillögunni myndi það eflaust hafa einhver áhrif á stjórnarsamstarfið. Hvalveiðar Hvalir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. 15. júní 2024 19:54 Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. 15. júní 2024 13:42 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar 14. júní 2024 06:45 Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
„Það er þetta viðvarandi ólögmæti,“ segir Bergþór og þá skipti ekki máli hvort sé litið til ákvarðana Svandísar, afstöðu umboðsmanns Alþingis til hennar ákvarðana, tímabilið þar sem Katrín sinnti verkum Svandísar eða til þess þegar Bjarkey hefur nú tekið við. Bergþór ræddi við Heimi Má Pétursson fréttamann í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það kristallast kannski í því að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra notar það sem rökstuðning fyrir útgáfu leyfisins þegar á endanum hún gefur það út, gagnslaust í raun leyfi, að henni hafi aldrei staðið neitt annað til boða á grundvelli þeirra laga sem eru í gildi,“ segir Bergþór og að ráðherrar Vinstri grænna hafi haft nægan tíma í matvælaráðuneytinu til að leggja fram lagabreytingartillögur á lögunum. Undirliggjandi samtöl Heimir spyr Bergþóri hvort að mögulega sé ekki samþykki fyrir slíkum breytingum í ríkisstjórn en Bergþór segir að það hafi komið fram að þegar ríkisstjórnin var „skrúfuð aftur saman“ eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur að það hafi verið rætt og ákveðið að hvalveiðar yrðu ekki stöðvaðar. „Þannig það er augljóst að það eru undirliggjandi samtöl þarna, þó það sé ekki skrifað með beinum hætti í stjórnarsáttmála, sem hljóta að gera þingflokk Sjálfstæðisflokks ósáttan og ætti að gera þingflokk Framsóknarflokks það sömuleiðis.“ Bergþór var á leið á fund með öðrum þingflokksformönnum þar sem átti að ræða þingmálalista ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok. Hann segist hóflega bjartsýnn á listinn sé tilbúinn. Stjórnarflokkarnir hafi haldið þinginu í gíslingu í þrjár vikur en þau hljóti að færast nær dag frá degi. Á fundi formanna á einnig að ræða hvort vantrauststillagan verði rædd á þingi á morgun eða á fimmtudag. Ekki liggur fyrir hvort allir þingmenn stjórnarflokka ætli sér að styðja við matvælaráðherra og kjósa gegn henni en þingmenn Vinstri grænna og Framsóknar hafa þó gefið út að þeir ætli að gera það. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks á eftir að ræða málið en í það minnsta tveir þingmenn flokksins, Teitur Björn Einarsson og Jón Gunnarsson, hafa talað skýrt gegn ákvörðunum ráðherra. Ef einhverjir þingmenn flokksins greiða atkvæði með tillögunni myndi það eflaust hafa einhver áhrif á stjórnarsamstarfið.
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir „Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. 15. júní 2024 19:54 Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. 15. júní 2024 13:42 Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49 Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar 14. júní 2024 06:45 Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Sjá meira
„Við munum ekkert hreyfa okkur í sumar“ Kristján Loftsson, eigandi Hvals ehf., furðar sig á orðum Vinstri grænna um að útgáfa hvalveiðileyfis sé óhjákvæmilegt í núverandi lagaumhverfi vegna þess hve langan tíma það tók matvælaráðherra að gefa út hvalveiðileyfi. 15. júní 2024 19:54
Vilja banna hvalveiðar með lögum Vinstri græn segja núgildandi lög um hvalveiðar þess eðlis að útgáfa veiðileyfis sé óhjákvæmileg. Þau vilji banna hvalveiðar með lögum, en ekki sé meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Þetta kemur fram í föstudagspósti Vinstri Grænna. 15. júní 2024 13:42
Vill styðja vantrauststillögu komi hún fram Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar steig í pontu í dagskrárliðnum störf þingsins og lýsti því yfir að ef fram kæmi vantrauststillaga frá Miðflokknum á hendur Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra þá myndi hann styðja þá tillögu heilshugar. 14. júní 2024 10:49
Miðflokksmenn íhuga að leggja fram vantrauststillögu Þingflokkur Miðflokksins er með það til skoðunar hjá sér að leggja fram vantrauststillögu gegn Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vegna ákvarðanatöku hennar um hvalveiðar 14. júní 2024 06:45
Segja ákvörðun Bjarkeyjar í berhöggi við stjórnarskrá Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf. 11. júní 2024 12:43