Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. júní 2024 14:10 Frá hrauni sem sprottið hefur upp úr gosinu síðustu mánuði á Reykjanesi. Vísir/Arnar Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að hluti hraunsins safnist upp sunnan megin við gíginn. Hraunið sem fari til norðurs fari í hrauntjörn við Sýlingarfell og þaðan áfram norður fyrir það þar sem hraunið þykknar. Í gær um hádegisbil kom lítið gat í gíginn vestanverðan og þaðan flæddi hrauntaumur stutta leið vestur í átt að Sundhnúk, en sá taumur hefur ekki verið virkur frá því í gær. Lítil sem engin skjálftavirkni er á gosstöðvunum. Á tímabilinu 3. til 10. júní var hraunflæði frá eldgosinu metið um tíu m3/s og síðan þá hafa ekki orðið markverðar breytingar á virkni eldgossins sem bendir til að flæðið sé nokkuð stöðugt. Þrátt fyrir að eldgosið sé enn í gangi mælist landris í Svartsengi, eins og í síðasta eldgosi. Niðurstöður líkanreikninga sýna að landrisið í Svartsengi sé vegna kvikuinnflæðis sem er á bilinu einn til tveir m3/s og bætist við í kvikusöfnunarsvæðið. Ef kvikusöfnun undir Svartsengi ásamt hraunflæði á yfirborði er lagt saman sýnir það svipað kvikuflæði frá dýpi og fyrir eldgosið. Enn þá er talsverð óvissa í líkanreikningum og mati á hraunflæði frá eldgosinu síðustu vikuna sem getur haft áhrif á þetta mat. Áfram verður fylgst náið með framvindu atburðarins, að því er segir í tilkynningunni. Samkvæmt veðurspá er suðaustanátt í dag, en suðlægari í kvöld. Gasmengunin fer til norðvesturs og síðar norðurs og má gera ráð fyrir að mengun mælist á norðanverðu Reykjanesi. Á morgun er hæg breytileg og síðar vestlæg átt. Gasmengunin mun þá færast í átt að höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is og gasdreifingarspá hér. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að hluti hraunsins safnist upp sunnan megin við gíginn. Hraunið sem fari til norðurs fari í hrauntjörn við Sýlingarfell og þaðan áfram norður fyrir það þar sem hraunið þykknar. Í gær um hádegisbil kom lítið gat í gíginn vestanverðan og þaðan flæddi hrauntaumur stutta leið vestur í átt að Sundhnúk, en sá taumur hefur ekki verið virkur frá því í gær. Lítil sem engin skjálftavirkni er á gosstöðvunum. Á tímabilinu 3. til 10. júní var hraunflæði frá eldgosinu metið um tíu m3/s og síðan þá hafa ekki orðið markverðar breytingar á virkni eldgossins sem bendir til að flæðið sé nokkuð stöðugt. Þrátt fyrir að eldgosið sé enn í gangi mælist landris í Svartsengi, eins og í síðasta eldgosi. Niðurstöður líkanreikninga sýna að landrisið í Svartsengi sé vegna kvikuinnflæðis sem er á bilinu einn til tveir m3/s og bætist við í kvikusöfnunarsvæðið. Ef kvikusöfnun undir Svartsengi ásamt hraunflæði á yfirborði er lagt saman sýnir það svipað kvikuflæði frá dýpi og fyrir eldgosið. Enn þá er talsverð óvissa í líkanreikningum og mati á hraunflæði frá eldgosinu síðustu vikuna sem getur haft áhrif á þetta mat. Áfram verður fylgst náið með framvindu atburðarins, að því er segir í tilkynningunni. Samkvæmt veðurspá er suðaustanátt í dag, en suðlægari í kvöld. Gasmengunin fer til norðvesturs og síðar norðurs og má gera ráð fyrir að mengun mælist á norðanverðu Reykjanesi. Á morgun er hæg breytileg og síðar vestlæg átt. Gasmengunin mun þá færast í átt að höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is og gasdreifingarspá hér.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent