Töfrar táningsins hjálpuðu Tyrklandi að leggja Georgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2024 17:55 Hetja Tyrklands í dag. AP Photo/Andreea Alexandru Tyrkland byrjar EM karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi á 3-1 sigri á Georgíu. Sigurinn var mun naumari en lokatölur gefa til kynna. Síðarnefnda þjóðin er að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu. Ljóst var að taugar Georgíumanna voru þandar og spennustigið ansi hátt þar sem Tyrkir byrjuðu leikinn betur og komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Boltinn barst til Mert Muldur sem tók hann á lofti og lúðraði honum í netið af öllum krafti. Boltinn barst til hans eftir að fyrirgjöf frá vinstri var skölluð út í teiginn, Muldur var staðsettur um það bil á vítateigslínunni og hugsaði sig ekki tvisvar um og boltinn söng í netinu. 🇹🇷 Mert Müldür magic 😲😲😲#EURO2024 | #TURGEO pic.twitter.com/g9yODu7ge2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2024 Strax í næstu sókn komst Tyrkland í 2-0, að þessu sinni eftir frábæra sókn upp hægri vænginn og ljóst að Georgíumenn voru enn ringlaðir eftir þrumuskot Muldur. Lukkan var með þeim í liði þar sem markið var dæmt af vegna rangstöðu. Staðan því enn 1-0 Tyrklandi í vil og það nýtti Georgía sér aðeins nokkrum mínútum síðar. Giorgi Kochorashvili átti þá fyrirgjöf frá hægri og Georges Mikautadze var réttur maður á réttum stað. Lúmskt skot hans lak inn í nærhornið og setja má spurningamerki við Mert Gunok í marki Tyrklands. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og voru Tyrkir nálægt því að komast yfir þegar Hakan Çalhanoğlu þrumaði að marki en Giorgi Mamardashvili varði vel í marki Georgíu. 🇬🇪 Mamardashvili 💪#EURO2024 | #TURGEO pic.twitter.com/7rOhSGLRHj— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2024 Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komst Tyrkland hins vegar yfir á nýjan leik. Þar var að verki hinn 19 ára gamli Arda Güler, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Fyrra mark liðsins var í flottari kantinum en síðara markið var úr efstu hillu. Güler fékk boltann vel fyrir utan vítateig Georgíu en lét það ekki hindra sig í að skora eitt af mörkum mótsins. Skot hans mældist á 118 kílómetra hraða og söng í netinu. Ótrúlegt mark og Güler fagnaði eðlilega vel og innilega. Emotion 🇹🇷#EURO2024 | #TURGEO pic.twitter.com/ZQ5Mvpb2ao— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2024 Fimm mínútum síðar var Kochorashvili næstum búinn að jafna metin eftir frábæran sprett þar sem hann sólaði mann og annan en boltinn endaði því miður fyrir Kochorashvili og Georgíu í slánni. Það var svo komið inn í uppbótartíma þegar Georgía fékk frábær tækifæri til að jafna metin, í fyrra skiptið rataði boltinn ekki á markið og í síðara skiptið endaði boltinn í stönginni. Mamardashvili var svo mættur inn á teig til að reyna þvinga boltann í netið en þá tókst Tyrkjum að skalla frá og allt í einu var Kerem Aktürkoğlu kominn á sprett í átt að marki Georgíu með engan í markinu. Hann renndi boltanum á endanum í autt markið og gulltryggði sigur Tyrkja, lokatölur í Dortmund 3-1 Tyrklandi í vil. What an ending. What a game. What a tournament. pic.twitter.com/nkjTe4oX5j— B/R Football (@brfootball) June 18, 2024 Þar sem um var að ræða fyrsta leik F-riðils þá situr Tyrkland á toppnum og Georgía á botninum. Klukkan 19.00 hefst svo leikur Portúgals og Tékklands en það eru hinar tvær þjóðirnar í F-riðli. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti
Tyrkland byrjar EM karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi á 3-1 sigri á Georgíu. Sigurinn var mun naumari en lokatölur gefa til kynna. Síðarnefnda þjóðin er að taka þátt á sínu fyrsta stórmóti í knattspyrnu. Ljóst var að taugar Georgíumanna voru þandar og spennustigið ansi hátt þar sem Tyrkir byrjuðu leikinn betur og komust yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Boltinn barst til Mert Muldur sem tók hann á lofti og lúðraði honum í netið af öllum krafti. Boltinn barst til hans eftir að fyrirgjöf frá vinstri var skölluð út í teiginn, Muldur var staðsettur um það bil á vítateigslínunni og hugsaði sig ekki tvisvar um og boltinn söng í netinu. 🇹🇷 Mert Müldür magic 😲😲😲#EURO2024 | #TURGEO pic.twitter.com/g9yODu7ge2— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2024 Strax í næstu sókn komst Tyrkland í 2-0, að þessu sinni eftir frábæra sókn upp hægri vænginn og ljóst að Georgíumenn voru enn ringlaðir eftir þrumuskot Muldur. Lukkan var með þeim í liði þar sem markið var dæmt af vegna rangstöðu. Staðan því enn 1-0 Tyrklandi í vil og það nýtti Georgía sér aðeins nokkrum mínútum síðar. Giorgi Kochorashvili átti þá fyrirgjöf frá hægri og Georges Mikautadze var réttur maður á réttum stað. Lúmskt skot hans lak inn í nærhornið og setja má spurningamerki við Mert Gunok í marki Tyrklands. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og voru Tyrkir nálægt því að komast yfir þegar Hakan Çalhanoğlu þrumaði að marki en Giorgi Mamardashvili varði vel í marki Georgíu. 🇬🇪 Mamardashvili 💪#EURO2024 | #TURGEO pic.twitter.com/7rOhSGLRHj— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2024 Þegar tuttugu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik komst Tyrkland hins vegar yfir á nýjan leik. Þar var að verki hinn 19 ára gamli Arda Güler, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd. Fyrra mark liðsins var í flottari kantinum en síðara markið var úr efstu hillu. Güler fékk boltann vel fyrir utan vítateig Georgíu en lét það ekki hindra sig í að skora eitt af mörkum mótsins. Skot hans mældist á 118 kílómetra hraða og söng í netinu. Ótrúlegt mark og Güler fagnaði eðlilega vel og innilega. Emotion 🇹🇷#EURO2024 | #TURGEO pic.twitter.com/ZQ5Mvpb2ao— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 18, 2024 Fimm mínútum síðar var Kochorashvili næstum búinn að jafna metin eftir frábæran sprett þar sem hann sólaði mann og annan en boltinn endaði því miður fyrir Kochorashvili og Georgíu í slánni. Það var svo komið inn í uppbótartíma þegar Georgía fékk frábær tækifæri til að jafna metin, í fyrra skiptið rataði boltinn ekki á markið og í síðara skiptið endaði boltinn í stönginni. Mamardashvili var svo mættur inn á teig til að reyna þvinga boltann í netið en þá tókst Tyrkjum að skalla frá og allt í einu var Kerem Aktürkoğlu kominn á sprett í átt að marki Georgíu með engan í markinu. Hann renndi boltanum á endanum í autt markið og gulltryggði sigur Tyrkja, lokatölur í Dortmund 3-1 Tyrklandi í vil. What an ending. What a game. What a tournament. pic.twitter.com/nkjTe4oX5j— B/R Football (@brfootball) June 18, 2024 Þar sem um var að ræða fyrsta leik F-riðils þá situr Tyrkland á toppnum og Georgía á botninum. Klukkan 19.00 hefst svo leikur Portúgals og Tékklands en það eru hinar tvær þjóðirnar í F-riðli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti