Þetta staðfestir Nantes á samfélagsmiðlum sínum, en Viktor var samningsbundinn félaginu til ársins 2025. Hann hefur leikið með félaginu frá árinu 2022, en áður lék hann með GOG í Danmörku.
Á heimasíðu Nantes er Viktori þakkað fyrir árin sín tvö hjá félaginu og honum óskað velfarnaðar í framtíðinni.
🔚 Initialement sous contrat avec le HBC Nantes jusqu’en Juin 2025, Viktor Hallgrímsson quitte le HBC Nantes et rejoint le club du Orlen Wisla Plock.
— HBCNantes (@HBCNantes) June 18, 2024
Plus d'infos ⤵️https://t.co/UIVlyeCpQH
Fyrr í þessum mánuði fóru sögur af því að berast út um að Viktor væri á förum frá Nantes og að hann myndi ganga í raðir Póllandsmeistara Wisla Plock.
Sjálfur blés Viktor þó á þær sögusagnir, en nú hefur það verið staðfest að landsliðsmarkvörðurinn mun ganga í raðir félagsins í sumar.
Wisla Plock tryggði sér sinn áttunda Póllandsmeistaratitil í vor er liðið sigraði Kielce í úrslitarimmu deildarinnar. Með sigrinum batt liðið enda á tólf ára einokun Kielce á titlinum, en Wisla Plock varð síðast pólskur meistari árið 2011.