Hættulegar bikblæðingar víða á vegum landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 20:19 Vegfarandi segir aðstæður mjög hættulegar á veginum í Ölfusi. G. Pétur upplýsingafulltrúi ræddi bikblæðingar í samtali við Vísi. vísir Vegfaranda í Ölfusi blöskraði aðkoman á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshöfn í gær þar sem bikblæðingar eru áberandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ljóst að ná verði betri tökum á vandamálinu. „Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“ Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
„Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“
Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira