Palestínufánar í Mosfellsbæ vekja upp misgóð viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 13:43 Haldin var samkoma í Mosfellsbæ í gær þar sem flóttafólk frá Palestínu var boðið velkomið til landsins. Hanna Símonar Í gær birti Hanna Símonardóttir mynd á X, áður Twitter, þar sem sjá má nokkra Palestínufána blakta ásamt fána með merki Mosfellsbæjar og íslenska fánanum. Yfirskrift Hönnu var „dagurinn sem Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar“, en færslan hefur vakið misgóð viðbrögð. Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“ Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“
Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira