Palestínufánar í Mosfellsbæ vekja upp misgóð viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 13:43 Haldin var samkoma í Mosfellsbæ í gær þar sem flóttafólk frá Palestínu var boðið velkomið til landsins. Hanna Símonar Í gær birti Hanna Símonardóttir mynd á X, áður Twitter, þar sem sjá má nokkra Palestínufána blakta ásamt fána með merki Mosfellsbæjar og íslenska fánanum. Yfirskrift Hönnu var „dagurinn sem Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar“, en færslan hefur vakið misgóð viðbrögð. Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“ Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Hanna segir í samtali við fréttastofu að í gær hafi verið haldin samkoma þar sem flóttafólk frá Palestínu sem komið hefur til landsins með löglegum hætti var boðið velkomið. Samkoman var á vegum sjálfboðaliða. Dagurinn þegar Mosfellsbær varð öðrum til fyrirmyndar pic.twitter.com/ugoy5EBG9Q— Hanna Símonar (@hannasimonar) June 16, 2024 Grillaðar voru pulsur og fólki boðið að gera sér glaðan dag í Tungubakka í Mosfellsbæ, en bærinn veitti sjálfboðaliðunum góðfúslegt leyfi til afnota á húsnæði Aftureldingar. Bæjarfulltrúar hafi svo mætt á samkomuna, tekið þátt í gleðinni og boðið fólkið velkomið með formlegum hætti. Hanna hefur sjálf verið með tvö börn frá Palestínu í fóstri undanfarið ár, en fjölskyldur þeirra beggja eru nýkomnar til landsins á grundvelli fjölskyldusameiningar. Á samfélagsmiðlinum X var ekki greint frá þessu tilefni, en myndin af fánunum birt og Mosfellsbær sagður öðrum bæjarfélögum til fyrirmyndar. Þá hafa sumir fagnað framtakinu og sagst vera stoltir Mosfellingar. Aðrir segja bæinn til skammar. „Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað. Frábært framtak,“ segir Arnaldur Árnason. Næst verður nasistafána og fána Al Qaeda flaggað 😊 frábært framtak https://t.co/cxi76e6GFu— Arnaldur Árnason (@Arnaldurarnason) June 17, 2024 Runólfur Trausti segist alltaf hafa verið „Mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna!“ Alltaf verið mikill MOSÓ maður og ekki minnkar það núna! 🥰 https://t.co/qsYAYRJbkH— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2024 Önnur ummæli eru ýmist á þann veg að Mosfellsbær sé til skammar, þetta sé ekki fögur sjón, eða að þetta sé „geggjað!“
Mosfellsbær Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira