Björgunarsveitir sinntu reiðslysi og gönguslysi í gær Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2024 08:20 Mynd frá björgunaraðgerðunum í Borgarfirði. Landsbjörg Björgunarsveitir á Suður- og Vesturlandi brugðust við tveimur útköllum í tengslum við útivist í gær, annars vegar vegna reiðslyss í Borgarfirði og hins vegar vegna gönguslyss í Þórsmörk. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að um hálftvöleytið í gær hafi Björgunarsveitin Ok í Reykholti verið boðuð út vegna hestaslyss við Kalmanstungu í Borgarfirði. Farið hafi verið á jeppa og buggy-bílum sveitarinnar og sjúkraflutningamaður fengið far með þeim áleiðis á slysstað en lögregla hafi einnig verið kölluð til. Komið hafi verið að þeim slasaða tæpum klukkutíma eftir að útkall barst en eftir mat á áverkum hafi verið ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Rétt rúmlega 15 hafi hinn slasaði verið kominn í þyrlu á leið frá slysstað. Stuttu seinna hafi Björgunarsveitin Bróðurhönd og Björgunarsveitin Dagrenning verið boðaðar vegna gönguslyss rétt undir toppi Valahnúks í Þórsmörk. Björgunarsveitirnar hafi brugðist hratt við og Björgunarsveitin Bróðurhönd komið fyrst á vettvang ásamt skálavörðum í Langadal. Björgunarsveitin Dagrenning komið stuttu seinna auk björgunarsveitarfólks sem hafði verið í helgarfríi í Þórsmörk. Þá segir að hinn slasaði hafi verið með áverka á fæti og ekki getað staðið í fótinn. Hann hafi verið færður með böruburði stutta leið niður Valahnúk þar sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sem kom beint úr útkallinu úr Borgarfirði, gat athafnað þyrlunni og var hinn slasaði kominn í þyrlu rétt rúmlega fjögur. Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Hestar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg segir að um hálftvöleytið í gær hafi Björgunarsveitin Ok í Reykholti verið boðuð út vegna hestaslyss við Kalmanstungu í Borgarfirði. Farið hafi verið á jeppa og buggy-bílum sveitarinnar og sjúkraflutningamaður fengið far með þeim áleiðis á slysstað en lögregla hafi einnig verið kölluð til. Komið hafi verið að þeim slasaða tæpum klukkutíma eftir að útkall barst en eftir mat á áverkum hafi verið ákveðið að óska eftir aðstoð frá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Rétt rúmlega 15 hafi hinn slasaði verið kominn í þyrlu á leið frá slysstað. Stuttu seinna hafi Björgunarsveitin Bróðurhönd og Björgunarsveitin Dagrenning verið boðaðar vegna gönguslyss rétt undir toppi Valahnúks í Þórsmörk. Björgunarsveitirnar hafi brugðist hratt við og Björgunarsveitin Bróðurhönd komið fyrst á vettvang ásamt skálavörðum í Langadal. Björgunarsveitin Dagrenning komið stuttu seinna auk björgunarsveitarfólks sem hafði verið í helgarfríi í Þórsmörk. Þá segir að hinn slasaði hafi verið með áverka á fæti og ekki getað staðið í fótinn. Hann hafi verið færður með böruburði stutta leið niður Valahnúk þar sem þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, sem kom beint úr útkallinu úr Borgarfirði, gat athafnað þyrlunni og var hinn slasaði kominn í þyrlu rétt rúmlega fjögur.
Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Hestar Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Sjá meira