Festi fær að kaupa Lyfju Árni Sæberg og Jón Ísak Ragnarsson skrifa 14. júní 2024 14:51 Ásta Sigríður Fjeldsted er forstjóri Festi. Vísir/Egill Festi og Samkeppniseftirlitið hafa undirritað sátt vegna kaupa Festi á öllu hlutafé Lyfju hf. Með sáttinni samþykkir Samkeppniseftirlitið samrunann með skilyrðum sem sett eru til að efla og vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn hefur áhrif á. Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Sáttaviðræður milli Festis og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði vegna kaupa Festis á öllu hlutafé Lyfju hf. hófust svo í apríl síðastliðnum. Fram kom í tilkynningu frá Festi í dag að sátt hefði verið undirrituð og að Festi verði nú heimilt að framkvæma samrunann, með því að taka við rekstri Lyfju og dótturfélaga þess. Í tilkynningunni segir að sátt Festi við Samkeppniseftirlitið feli í aðalatriðum í sér eftirfarandi þætti: Festi skuldbindur sig til að tryggja að ráðningarsamningar á milli Lyfju og lyfjafræðinga sem starfa hjá félaginu innihaldi ekki ákvæði um samkeppnisbann eða aðrar samkeppnishömlur. Festi skuldbindur sig til að tryggja rekstrarlegan aðskilnað vegna starfsemi Heilsu ehf. („Heilsa“). Í því felst m.a. að Heilsa skal áfram rekið sem sjálfstæður lögaðili og öll starfsemi félagsins, viðskiptaleg ákvörðunartaka og dagleg stjórnun þess verði aðskilin frá starfsemi annarra dótturfélaga Festi. Jafnframt tekur sáttin til þess að rekstur Heilsu fari fram í húsnæði sem aðskilið verður frá starfsemi tiltekinna dótturfélaga Festi og að aðgreining sé einnig tryggð með aðgangsstýringu að tölvu- og upplýsingakerfum Heilsu. Festi verður þó heimilt að veita Heilsu skilgreinda stoðþjónustu enda fari veiting slíkrar þjónustu ekki gegn markmiðum sáttarinnar. Þá er kveðið á um nánar tilgreind skilyrði varðandi skipan stjórnar Heilsu. Festi skuldbindur sig til að tryggja að Heilsa selji þeim smásöluaðilum sem eftir því leita vörur í heildsölu á viðskiptalegum grunni. Verður Heilsu skylt að gæta jafnræðis og hlutlægni gagnvart þeim smásöluaðilum sem kaupa vörur af félaginu í heildsölu. Þá er Heilsu skylt að halda trúnað um upplýsingar er varða viðskiptavini þess og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar fari ekki til annarra félaga í samstæðu Festi eða til keppinauta viðskiptamanna Heilsu. Skilyrði varðandi Heilsu, sbr. punkta 2 og 3 að framan, falla úr gildi að fimm árum liðnum frá undirritunardegi sáttarinnar, 14. júní 2024. Nánar verði upplýst um framgang viðskiptanna um leið og tilefni er til. Kaup og sala fyrirtækja Festi Samkeppnismál Lyf Tengdar fréttir Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. 18. mars 2024 08:32 Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. 15. apríl 2024 17:22 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur haft til meðferðar rannsókn á samkeppnislegum áhrifum kaupa Festi hf. á öllu hlutafé Lyfju hf., frá því að samrunaskrá var metin fullnægjandi þann 9. nóvember 2023. Sáttaviðræður milli Festis og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði vegna kaupa Festis á öllu hlutafé Lyfju hf. hófust svo í apríl síðastliðnum. Fram kom í tilkynningu frá Festi í dag að sátt hefði verið undirrituð og að Festi verði nú heimilt að framkvæma samrunann, með því að taka við rekstri Lyfju og dótturfélaga þess. Í tilkynningunni segir að sátt Festi við Samkeppniseftirlitið feli í aðalatriðum í sér eftirfarandi þætti: Festi skuldbindur sig til að tryggja að ráðningarsamningar á milli Lyfju og lyfjafræðinga sem starfa hjá félaginu innihaldi ekki ákvæði um samkeppnisbann eða aðrar samkeppnishömlur. Festi skuldbindur sig til að tryggja rekstrarlegan aðskilnað vegna starfsemi Heilsu ehf. („Heilsa“). Í því felst m.a. að Heilsa skal áfram rekið sem sjálfstæður lögaðili og öll starfsemi félagsins, viðskiptaleg ákvörðunartaka og dagleg stjórnun þess verði aðskilin frá starfsemi annarra dótturfélaga Festi. Jafnframt tekur sáttin til þess að rekstur Heilsu fari fram í húsnæði sem aðskilið verður frá starfsemi tiltekinna dótturfélaga Festi og að aðgreining sé einnig tryggð með aðgangsstýringu að tölvu- og upplýsingakerfum Heilsu. Festi verður þó heimilt að veita Heilsu skilgreinda stoðþjónustu enda fari veiting slíkrar þjónustu ekki gegn markmiðum sáttarinnar. Þá er kveðið á um nánar tilgreind skilyrði varðandi skipan stjórnar Heilsu. Festi skuldbindur sig til að tryggja að Heilsa selji þeim smásöluaðilum sem eftir því leita vörur í heildsölu á viðskiptalegum grunni. Verður Heilsu skylt að gæta jafnræðis og hlutlægni gagnvart þeim smásöluaðilum sem kaupa vörur af félaginu í heildsölu. Þá er Heilsu skylt að halda trúnað um upplýsingar er varða viðskiptavini þess og gæta þess að viðkvæmar upplýsingar fari ekki til annarra félaga í samstæðu Festi eða til keppinauta viðskiptamanna Heilsu. Skilyrði varðandi Heilsu, sbr. punkta 2 og 3 að framan, falla úr gildi að fimm árum liðnum frá undirritunardegi sáttarinnar, 14. júní 2024. Nánar verði upplýst um framgang viðskiptanna um leið og tilefni er til.
Kaup og sala fyrirtækja Festi Samkeppnismál Lyf Tengdar fréttir Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. 18. mars 2024 08:32 Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10 Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. 15. apríl 2024 17:22 Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Kaupin á Lyfju krefjast að óbreyttu íhlutunar Samkeppniseftirlitsins Kaup Festi á öllu hlutafé í Lyfju hf mun að óbreyttu krefjast íhlutunar af hálfu Samkeppniseftirlitsins. 18. mars 2024 08:32
Festi undirritaði samning um kaup á Lyfju Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma. 13. júlí 2023 18:10
Viðræður vegna kaupa á Lyfju að hefjast Samkeppniseftirlitið hefur fallist á beiðni Festi um að hefja sáttaviðræður um möguleg skilyrði vegna kaupa félagsins á öllu hlutafé Lyfju hf. Gert er ráð fyrir að viðræður hefjist í vikunni. 15. apríl 2024 17:22
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf