Vill úrbætur sem fyrst á Flóttamannaleið Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. júní 2024 14:08 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Garðabæjar deilir áhyggjum íbúa í bænum af öryggi barna sem þurfa að fara yfir Flóttamannaleið á leið sinni á sumarnámskeið. Vegurinn sé illa farinn og umferð um hann hafi margfaldast. Hann kallar eftir því að Vegagerðin, sem á veginn, geri úrbætur sem fyrst. Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“ Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira
Íbúar í Urriðaholti í Garðabæ óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi þar nærri. Til að komast á golfvöllinn þurfa börnin að fara yfir Elliðavatnsveg eða Flóttamannaleið. Umferð um veginn er þung og vegurinn illa farinn. Faðir sem fréttastofa ræddi við í gær sagðist til að mynda ekki þora að senda stálpuð börn sín ein á æfingar vegna slysahættu. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir veginn í eigu Vegagerðarinnar en engu að síður hafi bærinn gert ýmislegt til að reyna að bæta ástandið. „Við tökum að sjálfsögðu heilshugar undir áhyggjur okkar íbúa og höfum í raunog veru gert svo misserum skiptir. Því að Flóttamannavegurinn sem að Vegagerðin sér um og á er ekki í góðu ástandi. Þannig við höfum krafið þau um úrbætur sem okkur þykja ganga hægt og það endurspeglast í þessu máli.“ Á meðal þess sem bærinn hefur látið gera er að setja upp sérstök skilti til að reyna að draga úr umferðarhraða. „Við brugðum því á það óvenjulega ráð að fara í úrbætur þarna hvað varðar öryggi barnanna, sem þarna fara inn á golfvallarsvæðið, með því að við erum þarna í framkvæmdum núna til þess að hægja á umferð þannig að gangandi geti farið öruggari þarna yfir.“ Hann segir mikilvægt að Vegagerðin geri sem fyrst úrbætur. „ Þegar umferð um veg hefur fjór- eða fimmfaldast þá skiptir mjög miklu máli að það liggi fyrir plan að gera við veginn og uppfæra hann. Gera endurbætur á honum að öllu leyti og það er auðvitað fyrst og fremst það sem að við köllum eftir.“ Meðal þess sem rætt hefur verið um er að gera undirgöng undir veginn. Það taki hins vegar tíma. „Annað sem við erum ósátt með í meðhöndlun Vegagerðarinnar er að millitíðinni ber okkur öllum skylda til þess að sjá til þess að öryggi sé tryggt með betri hætti heldur en nú er. Til dæmis með þeim aðgerðum sem að við erum að fara í þarna með gangandi vegfarendur. Það eru fleiri mál þarna. Það eru óþægilega mörg tilvik þarna sem að bílar fara út af og annað þess háttar. Auðvitað verðum við sameiginlega að finna lausnir á því þannig að við endum ekki með einhver leiðindaatvik þarna umfram það sem þegar er orðið.“
Garðabær Vegagerð Börn og uppeldi Samgöngur Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Sjá meira