Armæða um íslenska tungu Hermann Stefánsson skrifar 14. júní 2024 14:30 Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um íslenska tungu. Gallinn við hana er að hún snýst fyrst og fremst um kynjapólitísk atriði í málfari og er því kljúfandi fremur en uppbyggileg. Starfsfólk RÚV grípur til varna gegn því að vera brugðið um markvissa notkun á kynhlutlausu orðfæri. Þetta er ekki sérstakur vandi íslenskrar tungu. Nánast hvert einasta tungumál innan seilingar Vesturlanda glímir við sömu spurningarnar í þessu efni, þótt í ólíkum myndum sé. Það sem í raun og veru er helsti vandi íslenskrar tungu er innrás annars tungumáls, enskunnar. Á fjörutíu daga fresti deyr tungumál út í heiminum og þarf ekki að spyrja um hið augljósa: Ef fram fer sem horfir hverfur íslenskan og verður í mesta lagi mállýska í ensku. Stór tungumál gleypa lítil tungumál. Það gæti eins verið spænska eða kínverska en er fyrir íslenskuna enskan, sem hefur hert mjög á ásókn sinni með framförum á netinu. Það er varla tilviljun að tvö skáldverk frá sitt hvorum tímanum taka á því efni að talmál er orðið frábrugðið ritmálinu og því hefur ekki verið hleypt inn í bókmenntirnar. Merking eftir Fríðu Ísberg tekur á köflum til handargagns þá ensku sem í raun og veru er töluð í landinu. Vögguvísa eftir Elías Mar kom út árið 1950 og er skrifuð að miklu leyti á því „hrognamáli“ sem aukið samneyti íslenskunnar við bandaríska menningu bjó til meðal ungmenna á þeim tíma. Þetta hefur gerst áður og þá var það danskan. Málhreinsunarstefna 19. aldar með þá Fjölnismenn í broddi fylkingar bar beinlínis árangur og það mikinn. Síðari tíma stefnur í málfarsefnum, svo sem sú sem á sínum tíma var uppnefnd og kennd við „reiðarek“, höfðu aðrar áherslur. Búið var til orðið „málótti“, sem átti að merkja að málfarslegar umvandanir leiddu til þess að fólk veigraði sér við að tjá sig á móðurmáli sínu, tungumáli sem þróaðist eðlilega eins og aðrar tungur. En hvað er eðlileg þróun? Þróun örtungumála sem stór tungumál ráðast inn í er allt önnur en þróun hinna stærri. Þau stærri gildna stöðugt og hlæja eins og púkinn á fjósbitanum. Um hin smærri er viðkvæðið gjarnan að ekki sé hægt að stjórna þróun tungumála, þótt reynslan hafi sýnt fram á annað í fjölmörgum löndum og af hálfu fjölda aðila. Hvenær ætli síðasta manneskjan sem haldin var „málótta“ hafi læknast af honum? Er sú rökvilla einhverju skárri að óttast það að vanda málfar sitt svo að manni verði ekki skipað í fylkingu eftir pólitík þeirra sem tjá sig um íslenskuna? Ótalmargt við tungumálið tengist skapandi orðasýsli kynhlutleysis ekki neitt, né heldur fjölda innflytjenda, heldur er aðeins mökkur af málvillum, kraðak af rangt beygðum sögnum og bjöguðum orðatiltækjum, enskri setningarbyggingu, hálfslettum — hrakandi íslenskukunnáttu. Ég held að það sé rangt að láta undan þrýstingi þeirra sem álíta viðsjárvert að vanda mál sitt af ástæðum sem tengjast til að mynda því hversu mikið „menningarlegt ladída“ fólk hefur eða vill hafa, svo snúið sé út úr útvötnuðum frasa úr ranni franska fræðimannsins Pierre Bourdieu. Það verður ekkert minna orðagjálfur að tungutak og orðfæri séu, alveg einhlítt, valdbeiting, ef vel er að orði komist, þótt fræðimaðurinn Michel Foucault hafi rýnt í hugtakið vald í bókum sem fáir hafa lesið en margir tileinkað sér í útþynntri mynd eftir að höfundurinn varð viðtekinn. Ég skal reyndar viðurkenna að mér varð það á fyrir skemmstu að drepa flóðhest með orðatiltækinu „ef því er að skipta“, eða hvort það var „oft er í holti heyrandi nær“. Mér skilst að þeir séu friðaðir. En hann gat sjálfum sér um kennt að átta sig ekki á því að það er skemmtilegt að heyra eða lesa orðatiltæki sem maður þekkir ekki og frjótt og skapandi að ráða í merkinguna út frá samhenginu. Þess vegna er gaman að lesa gamlar barnabækur. Hvað í fjandanum merkir annars „armæða“? spyr vonandi einhver. Ég myndi svara að það væri stundum tengt orðinu „samræða“ en þyrfti ekki að vera það og væri raunar alls ekki í reynd. Það er ekki vel gott að vera settur í hlutverk nöldurskjóðunnar um íslenskt mál. Mætti hefja umræðuna á aðeins hærra plan? Ég horfi sáralítið á sjónvarp. Ég hlusta á útvarp en maður heyrir ekki rithátt orða. Ég les vef RÚV. Eitt sinn fullyrti ég við ráðamenn þar að vefurinn væri ekki prófarkalesinn. Ég fékk að heyra að hann væri prófarkalesinn eftir að textar þar birtust (til hvers? Til að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann svo blessað smáskarnið komist ekki upp úr honum?) Það eru enn ansi margar villur á vefsíðu RÚV. Ekki þyrfti nema einn góðan prófarkalesara í fullu starfi til að prófarkalesa allt efnið áður en það birtist. Er vefurinn prófarkalesinn í dag? Hver svarar fyrir það? Útvarpsstjóri eða málfarsráðunautur RÚV? Það gera allir villur, líka prófarkalesarar, málfarsráðunautar og rithöfundar. En allar helstu stofnanir samfélagsins og hver einasta bókaútgáfa vita mætavel að það þarf prófarkalesara. Er vefur RÚV prófarkalesinn? Af hverju ber það ekki meiri árangur, ef svo er? Er við það unandi ef svo er ekki? Hvernig á ungt fjölmiðlafólk að læra góða íslensku ef það er aldrei leiðrétt? Armæða íslenskunnar er mikil og breytingarnar hraðar og uggvænlegar. Auk viðráðanlegra smáatriða á borð við að ráða prófarkalesara myndi ég vilja setja lög sem kvæðu á um að það varðaði foreldra fésektum að lesa ekki fyrir börnin sín skáldsöguna Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Svo myndi ég koma á fangavist fyrir að nota ekki sögn í viðtengingarhætti minnst einu sinni á dag, undir þeim formerkjum að þeir sem vilja viðtengingarháttinn feigan eða telja brotthvarf hans eðlilega málþróun dylji ef til vill í raun hugmyndafræðilega þrá eftir einfaldri heimsmynd sem sé svo laus við gráa tóna, efa, blæbrigði og fjölbreyttar frásagnaraðferðir að hún sé beinlínis hættuleg. Ég myndi leiðrétta þá sem kölluðu mig málfarsfasista en játa sök. „Ég má segja þetta ef ég vill,“ segði kannski einhver, uppfullur af ímynduðum málótta. „Auðvitað máttu það,“ myndi ég svara. „Ég hef líka fullan rétt á að álíta þig mega bæta íslensku þína.“ Og svo framvegis og illu heilli oft til hálfgerðrar armæðu fremur en samræðu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk fræði Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur skapast undanfarið um íslenska tungu. Gallinn við hana er að hún snýst fyrst og fremst um kynjapólitísk atriði í málfari og er því kljúfandi fremur en uppbyggileg. Starfsfólk RÚV grípur til varna gegn því að vera brugðið um markvissa notkun á kynhlutlausu orðfæri. Þetta er ekki sérstakur vandi íslenskrar tungu. Nánast hvert einasta tungumál innan seilingar Vesturlanda glímir við sömu spurningarnar í þessu efni, þótt í ólíkum myndum sé. Það sem í raun og veru er helsti vandi íslenskrar tungu er innrás annars tungumáls, enskunnar. Á fjörutíu daga fresti deyr tungumál út í heiminum og þarf ekki að spyrja um hið augljósa: Ef fram fer sem horfir hverfur íslenskan og verður í mesta lagi mállýska í ensku. Stór tungumál gleypa lítil tungumál. Það gæti eins verið spænska eða kínverska en er fyrir íslenskuna enskan, sem hefur hert mjög á ásókn sinni með framförum á netinu. Það er varla tilviljun að tvö skáldverk frá sitt hvorum tímanum taka á því efni að talmál er orðið frábrugðið ritmálinu og því hefur ekki verið hleypt inn í bókmenntirnar. Merking eftir Fríðu Ísberg tekur á köflum til handargagns þá ensku sem í raun og veru er töluð í landinu. Vögguvísa eftir Elías Mar kom út árið 1950 og er skrifuð að miklu leyti á því „hrognamáli“ sem aukið samneyti íslenskunnar við bandaríska menningu bjó til meðal ungmenna á þeim tíma. Þetta hefur gerst áður og þá var það danskan. Málhreinsunarstefna 19. aldar með þá Fjölnismenn í broddi fylkingar bar beinlínis árangur og það mikinn. Síðari tíma stefnur í málfarsefnum, svo sem sú sem á sínum tíma var uppnefnd og kennd við „reiðarek“, höfðu aðrar áherslur. Búið var til orðið „málótti“, sem átti að merkja að málfarslegar umvandanir leiddu til þess að fólk veigraði sér við að tjá sig á móðurmáli sínu, tungumáli sem þróaðist eðlilega eins og aðrar tungur. En hvað er eðlileg þróun? Þróun örtungumála sem stór tungumál ráðast inn í er allt önnur en þróun hinna stærri. Þau stærri gildna stöðugt og hlæja eins og púkinn á fjósbitanum. Um hin smærri er viðkvæðið gjarnan að ekki sé hægt að stjórna þróun tungumála, þótt reynslan hafi sýnt fram á annað í fjölmörgum löndum og af hálfu fjölda aðila. Hvenær ætli síðasta manneskjan sem haldin var „málótta“ hafi læknast af honum? Er sú rökvilla einhverju skárri að óttast það að vanda málfar sitt svo að manni verði ekki skipað í fylkingu eftir pólitík þeirra sem tjá sig um íslenskuna? Ótalmargt við tungumálið tengist skapandi orðasýsli kynhlutleysis ekki neitt, né heldur fjölda innflytjenda, heldur er aðeins mökkur af málvillum, kraðak af rangt beygðum sögnum og bjöguðum orðatiltækjum, enskri setningarbyggingu, hálfslettum — hrakandi íslenskukunnáttu. Ég held að það sé rangt að láta undan þrýstingi þeirra sem álíta viðsjárvert að vanda mál sitt af ástæðum sem tengjast til að mynda því hversu mikið „menningarlegt ladída“ fólk hefur eða vill hafa, svo snúið sé út úr útvötnuðum frasa úr ranni franska fræðimannsins Pierre Bourdieu. Það verður ekkert minna orðagjálfur að tungutak og orðfæri séu, alveg einhlítt, valdbeiting, ef vel er að orði komist, þótt fræðimaðurinn Michel Foucault hafi rýnt í hugtakið vald í bókum sem fáir hafa lesið en margir tileinkað sér í útþynntri mynd eftir að höfundurinn varð viðtekinn. Ég skal reyndar viðurkenna að mér varð það á fyrir skemmstu að drepa flóðhest með orðatiltækinu „ef því er að skipta“, eða hvort það var „oft er í holti heyrandi nær“. Mér skilst að þeir séu friðaðir. En hann gat sjálfum sér um kennt að átta sig ekki á því að það er skemmtilegt að heyra eða lesa orðatiltæki sem maður þekkir ekki og frjótt og skapandi að ráða í merkinguna út frá samhenginu. Þess vegna er gaman að lesa gamlar barnabækur. Hvað í fjandanum merkir annars „armæða“? spyr vonandi einhver. Ég myndi svara að það væri stundum tengt orðinu „samræða“ en þyrfti ekki að vera það og væri raunar alls ekki í reynd. Það er ekki vel gott að vera settur í hlutverk nöldurskjóðunnar um íslenskt mál. Mætti hefja umræðuna á aðeins hærra plan? Ég horfi sáralítið á sjónvarp. Ég hlusta á útvarp en maður heyrir ekki rithátt orða. Ég les vef RÚV. Eitt sinn fullyrti ég við ráðamenn þar að vefurinn væri ekki prófarkalesinn. Ég fékk að heyra að hann væri prófarkalesinn eftir að textar þar birtust (til hvers? Til að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann svo blessað smáskarnið komist ekki upp úr honum?) Það eru enn ansi margar villur á vefsíðu RÚV. Ekki þyrfti nema einn góðan prófarkalesara í fullu starfi til að prófarkalesa allt efnið áður en það birtist. Er vefurinn prófarkalesinn í dag? Hver svarar fyrir það? Útvarpsstjóri eða málfarsráðunautur RÚV? Það gera allir villur, líka prófarkalesarar, málfarsráðunautar og rithöfundar. En allar helstu stofnanir samfélagsins og hver einasta bókaútgáfa vita mætavel að það þarf prófarkalesara. Er vefur RÚV prófarkalesinn? Af hverju ber það ekki meiri árangur, ef svo er? Er við það unandi ef svo er ekki? Hvernig á ungt fjölmiðlafólk að læra góða íslensku ef það er aldrei leiðrétt? Armæða íslenskunnar er mikil og breytingarnar hraðar og uggvænlegar. Auk viðráðanlegra smáatriða á borð við að ráða prófarkalesara myndi ég vilja setja lög sem kvæðu á um að það varðaði foreldra fésektum að lesa ekki fyrir börnin sín skáldsöguna Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Svo myndi ég koma á fangavist fyrir að nota ekki sögn í viðtengingarhætti minnst einu sinni á dag, undir þeim formerkjum að þeir sem vilja viðtengingarháttinn feigan eða telja brotthvarf hans eðlilega málþróun dylji ef til vill í raun hugmyndafræðilega þrá eftir einfaldri heimsmynd sem sé svo laus við gráa tóna, efa, blæbrigði og fjölbreyttar frásagnaraðferðir að hún sé beinlínis hættuleg. Ég myndi leiðrétta þá sem kölluðu mig málfarsfasista en játa sök. „Ég má segja þetta ef ég vill,“ segði kannski einhver, uppfullur af ímynduðum málótta. „Auðvitað máttu það,“ myndi ég svara. „Ég hef líka fullan rétt á að álíta þig mega bæta íslensku þína.“ Og svo framvegis og illu heilli oft til hálfgerðrar armæðu fremur en samræðu. Höfundur er rithöfundur.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun