Íslensk lopapeysa flutt milli heimsálfa vegna mestu eftirsjár ævinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 14. júní 2024 10:47 Celia Robbins var himinlifandi með íslensku lundapeysuna. X/Celia Robbins Stærsta eftirsjá hinnar bandarísku Celiu Robbins var að kaupa ekki lopapeysu með lundamyndum þegar hún var á Íslandi árið 2021. Það var að minnsta kosti það sem hún svaraði fjórtán ára gamalli dóttur hennar þegar hún spurði hana út í hvað það væri sem hún iðraðist mest í lífi sínu. Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024 Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira
Ekki löngu seinna var Celia komin með slíka lopapeysu í hendurnar. Það var fyrir tilstilli tísts Celiu á samfélagsmiðlinum X þar sem hún greindi frá spurningu dótturinnar í byrjun mánaðarins. „Dóttir mín spurði: Sérðu eftir einhverju mamma? Ég áttaði mig á því að hún vildi dýpra svar, en hugur minn reikaði alltaf aftur að þessari lundapeysu sem ég sá á Íslandi,“ skrifaði hún og birti mynd af peysunni. „Nú eru þrjú ár liðin síðan ég sá hana í búðinni þar og ég sé enn eftir því að hafa ekki keypt hana.“ Dave nokkur Wiskus, forstjóri bandarísku streymissíðunnar Nebula, brást við tísti Celiu. Hann sagði sína eftirsjá vera að hann hefði einmitt keypt samskonar peysu á Íslandi árið 2022. „Ég sé eftir því að hafa keypt einmitt svona peysu handa eiginkonu minni fyrir tveimur árum. Hún hefur aldrei notað hana. Ég er í New York-borg. Ef þú sérð um flutningskostnað þá er hún þín.“ My regret is that I bought this exact sweater for my wife two years ago. She has worn it zero times. I’m in NYC. Cover shipping and it’s yours.— Dave Wiskus (@dwiskus) June 3, 2024 Tíu dögum eftir tíst Celiu var peysan komin frá New York í hendur hennar í Berlín, þar sem hún er búsett. „Auðvitað hljómar það eins og minni háttar eftirsjá, en ég er viss um að margir geti tengt við þetta!“ skrifaði hún á X og birti mynd af sér í peysunni. „En Dave Wiskus lét ósk mína raungerast. Peysan kom frá New York til Berlínar á mettíma.“ People are amazing! Just 10 days ago, I shared a thought about one of my regrets in life. Of course, not buying a sweater sounds like a minor regret, but SO MANY could relate!And then @dwiskus made my wish a reality. This sweater made it from NYC to Berlin in record time! 🐧 https://t.co/cWArXbQnxu pic.twitter.com/hgf0yl9tgC— Celia (@CeliaBedelia) June 12, 2024
Bandaríkin Þýskaland Tíska og hönnun Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Fleiri fréttir Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Sjá meira