Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 16:36 Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Arna Jakobína Björnsdóttir undirrituðu kjarasamninga í nótt. Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir. Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira
Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Sjá meira