„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 20:08 Inga Sæland er spennt fyrir fjármálaráðuneytinu. Vísir/Arnar Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira