„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 20:08 Inga Sæland er spennt fyrir fjármálaráðuneytinu. Vísir/Arnar Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira