„Virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing“ Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 12. júní 2024 20:20 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Lokasprettur þingsins er hafinn með tilheyrandi eldhúsdagsumræðum sem fara fram í kvöld. Forsætisráðherra segir stefna í nokkuð afkastamikið þing. Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira
Ríkisstjórnin vonast til að ná sem flestum málum í gegn um þingið fyrir þinglok. Birgir Ármannsson forseti Alþingis segir 25 mál komin það langt að hægt yrði að afgreiða þau fyrir þinglok. Heimir Már ræddi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra í Kvöldfréttum. Hann vonast til að öll 25 málin verði afgreidd fyrir þinglok og fleiri til. Það sé ekki óvanalegt að slíkur málafjöldi klárist á síðustu metrunum. „Við erum með breytingar á almannatryggingum, örorkulífeyriskerfið er undir og þetta eru tímamótabreytingar. Við erum sömuleiðis með fjármálaáætlunina. Útlendingalögin eru að klárast, mjög mikilvægt mál sem hefur verið oft til meðferðar á þinginu í einum eða öðrum búningi, var mikið rætt í vetur og er komið á lokametrana og verður afgreitt á þessu þingi,“ segir Bjarni. Hann segist vona að lagareldisfrumvarpið verði afgreitt sem og mál sem snerti stofnanastrúktúktúrinn í orkumálum. „Þetta virðist ætla að verða nokkuð afkastamikið þing.“ Samgönguáætlun seinkaði stöðugt og kom seint fram, þegar lítill tími er til umræða þegar kemur að því að koma henni í gegn um þingið, er ekki vont hvað dróst að leggja hana fram? „Jú, það má segja það. Þetta hefur gerst áður. Við þurfum að sammælast um forgangsröðun í samgöngumálum og það eru áskoranir. Við höfum verið að reyna að vinna sum verkefni með nýjum hætti og nýjum valkostum í fjármögnun verkefna og höfum verið að láta reyna á útboð í þeim efnum og þurfum að læra af því,“ segir Bjarni. Að auki sé höfuðborgarsáttmálinn til endurskoðunar við hlið samgönguáætlunarinnar. „Þannig að það er mjög mikið til skoðunar í samgöngumálum sem skiptir máli vegna þess að þetta eru gríðarlega mikilvægir innviðir sem þarf áfram að byggja upp.“ Nú takast dóms- og fjármálaráðherra vegna áfengismála, það er varla gott fyrir stjórnarsamstarfið þegar ráðherrar eru farnir að senda sjálfum sér skeyti sín á milli og dómsmálaráðherra sakar fjármálaráðherra um að beita lögregluna pólitískum þrýstingi? „Ég ætla að líta þannig á að ráðherra hafi bara verið að minna á að það er mikilvægt að það séu engin pólitísk afskipti af rannsóknum eða sakamálum yfir höfuð. Og ég veit alveg að fjármálaráðherra er alveg sammála því og lítur ekki þannig á að hann hafi verið með slík afskipti en lýsir ákveðinni stöðu sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum sagt að þurfi að taka á með lagabreytingu,“ segir Bjarni. Þá geti löggjafinn skýrt hvaða lög og reglur eigi að gilda í þeim breytta veruleika sem netverslun sé, meðal annars með áfengi. Þú hefur ekki áhyggjur af þessum skeytasendingum þeirra? „Nei, við getum alveg komist yfir það að geta ekki verið sammála pólitískt um öll mál, ellegar værum við ekki búin að starfa saman svona lengi,“ segir Bjarni og að ólík pólitísk sýn sé á málaflokkinn. Hans skoðun sé sú að lögin séu óskýr um efnið. „Lögin sem tóku gildi um þetta efni á sínum tíma tóku ekki tillit til þess veruleika sem við búum við í dag að hægt sé að fá afhentar vörur yfir hafið á skömmum tíma,“ segir Bjarni.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Sjá meira