Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:08 Jódís segir að skilningsleysi ríki á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær. Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær.
Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43