Íhuga að virða tímamótadóm að vettugi Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2024 10:17 Nokkrar konur úr hópnum sem stefndi svissneska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu fyrir aðgerðaleysi í loftslagsmálum og hafði sigur í vor. Vísir/EPA Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins. Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu. Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að svissnesk stjórnvöld hefðu troðið á mannréttindum eldri kvenna með aðgerðarleysi í loftslagsmálum í apríl. Það var fyrsti dómur alþjóðadómstóls í máli sem tengdist loftslagsbreytingum af völdum manna. Efri deild svissneska þingsins samþykkti þingsályktun fyrr í þessum mánuði þar sem þingdeildin gagnrýndi dómstólinn og fullyrti að engin ástæða væri til að gera meira í loftslagsmálum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Stærsti flokkur landsins, Svissneski lýðflokkurinn (SVP), segist ætla að styðja ályktunina sem liggur fyrir í neðri deildinni. Umhverfisráðherra landsins hefur einnig gert lítið úr þýðingu dómsins. Ekkert aðildarríki Evrópuráðsins hefur nokkru sinni hunsað dóm Mannréttindadómstólsins. Isabela Keuschnigg, fræðimaður við Hagfræðiskólann í London (LSE), segir að það setti slæmt fordæmi ef svissnesk yfirvöld leiddu dóminn hjá sér. Það græfi undan löglegu eftirliti með lýðræðislegum stjórnarháttum. „Ákveðin ríki munu reyna að vísa til tregðu Sviss og segja: „Ef Sviss fylgir ekki [dómi], af hverju ættum við að gera það,“ segir Helen Keller, svissneskur fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Sérfræðingar segja þó ekki óvanalegt að það taki ríki langan tíma að framfylgja dómum Mannréttindadómstólsins. Það taki að meðaltali sex ár. Það geti haft verulegar pólitískar afleiðingar í för með sér fyrir ríki að hunsa dóma. Í ítrustu tilfellum gæti þau átt yfir höfði sér að vera sparkað úr Evrópuráðinu.
Sviss Mannréttindadómstóll Evrópu Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira