Tvö hundruð milljarða afsláttur VG Inga Lind Karlsdóttir skrifar 12. júní 2024 10:01 Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun