Láglaunaþrælar, Samsæriskenning Guðmunda G. G. skrifar 11. júní 2024 19:31 Núna á vordögum skrifaði breiðfylkingin undir kjarasamning, stuttu seinna fylgdi VR með ólund á eftir, þetta voru hógværar kröfur til höfuðs verðbólgunni, enn á ný tóku láglaunastétti á sig kjaraskerðingu til að laga verðbólguástandið í landinu. En af hverju eru verkamannalaun svona lág? Er þetta í arfleið okkar eða þrælsóttinn? förum í smá tímaflakk og skoðum þetta aðeins. Einhvers staðar í Afríku sátu forfeður manna og apa að snæðingi, það eru bananar aftur í matinn! hluti hópsins búin að fá nóg (Ad/HD) og ráfar í burtu og verður að mönnum eftir mörg þróunarskeið misvel heppnuð, og orðin nokkuð lík okkur í dag, kannski aðeins loðnari, allavega mennirnir, og loks erum við komin til Evrópu. Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands á níundu öld, Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru. En Garðar skildi svolítið annað eftir en nafnið, þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari strauk og varð eftir á Íslandi með ambátt, er þrælsóttinn þaðan komin, skoðum meira. Við stofnuðum Alþingi, urðum kristin, hjuggum mann og annan og Hlíðin var fögur, Tyrkir rændu henni Guddu, vorum hernumin, urðum sjálfstæð, gengum í Nató og EES, við fórum í útrás og það kom hrun, eigum fallegustu konurnar, sterkustu mennina og heimskustu börnin, urðum "stórasta land í heimi" bryðjum kvíða, svefn og AD/HDlyf út í eitt, erum samt meðal hamingjusömustu og öruggustu þjóða heims, vorum fyrst með kvenna forseta og samkynhneigðan forsætisráðherra sem líka var kona, voru fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands, Litháens og Palestínu. já við eigum allskonar mis virðulegt met við Íslendingar. Litla ísöld, móðuharðindin, Svartidauði og aðrar plágur herjuðu á okkur svo hálf þjóðin lá óvíg eftir og helmingurinn flúinn af landi brott. Við sem eftir urðu gerðumst bændasamfélag, lutum allskonar ofsóknum bæði frá náttúru og mönnum, hér var stunduð einokunarverslun (já snemma byrjaði það) og fólk hneppt í Vistarbönd, þar sem það máttum standa og sitja eins og húsbóndinn vildi, ráðin ár í senn og þeir máttu berja vinnufólkið og senda það í launavinnu annað og hirða launin okkar, allir urðu að ráða sig í vistarband nema þeir sem áttu eitthvað og gátu komið sér upp búi sjálfir. já ljótt er það en skoðum meira. Svo var það sjávarútvegurinn, fast þeir sóttu sjóinn en mega það ei meir nema eiga kvóta! Þröstur Leó Gunnarsson flytur ávarp óþekka sjómannsins fyrir hönd fólksins í landinu á sjómannadaginn. og já við fórum á vertíð unnum á síldarplani og söltuðum Þorsk, allir sem vettlingi gátu valdið komum auðæfum hafsins í eigu auðmanna....... já fæst okkar urðum rík af þessu brölti öllu nema örfáir kvótakóngar, en sjávarþorpin voru blómleg og gaman var að upplifa þetta. Verkalýðsfélögin komu og fóru að berjast fyrir réttindum launafólki til handa, Hvíldartími, orlofsréttur, Fæðingarorlof, dagvistun, veikindaréttur svo fátt eitt sé nefnt sem fólki finnst sjálfsagt í dag en kostaði mikla baráttu og verkföll sem við tókum þátt í. En fyrst við vorum búinn að berjast með kjafti og klóm fyrir öllum þessum réttindum af hverju höfum við það þá ekki betra? Ég er alveg að koma að því en aðeins að kvennabaráttunni fyrst. Áfram stelpur: En þori ég, vil ég, get ég? Já ég þori, get og vil! (Kaldhæðni: lag og texti eru eftir karlmenn) þetta var 24. október 1975. Nú vildu þessar kerlingar fá himinhá laun á við karlmenn fyrir að gera það sem þær höfðu alltaf gert án greiðslu, í margar aldir og án þess að kvarta, ósvífnin í þeim, hugsið ykkur, þær eru bara að þrífa, elda, hugsa um börnin og hlúa að veikum og öldruðum, með öðrum orðum láglaunakvennastörf sem við eigum að vera þakklátar að fá að inna af hendi með glöðu geði, NEI takk, við erum enn að berjast núna árið 2024! Jæja þá kemur samsæriskenningin um lág laun verkafólks. Konur voru komnar í auknu mæli á vinnumarkaðinn og hættar að unga út börnum eins og engin væri morgundagurinn, sumar 12 eða fleirum, og þar sem börnin voru orðin færri var oft möguleiki að koma þeim til mennta svo þau neyddust ekki að vinna í slorinu eins og foreldrarnir á skíta launum, vinnudýrin (þrælarnir) hættir að fjölga sér svo skortur varð á ódýru vinnuafli og þess utan var komin menntahroki í þau. Hver átti núna að þrífa skítinn, elda mat, hugsa um börnin og gamla fólkið, vinna í fiskinum öll auðæfin og smíða hús, keyra trukkana og öll hin láglaunastörfin? ekki ætluðu þeir að byrja á að borga mannsæmandi laun fyrir þau svo fólk vildi og gæti unnið þau. NEI aldeilis ekki, en hvað þá? já en hvað þá? leyfið mér að útskýra.... Þeir fóru að flytja inn verkafólk af erlendum uppruna, upp spruttu starfsmannaleigur, og "Pólverjarnir okkar" komu, þeir voru frá Póllandi, Litháen, Rúmeníu, Lettlandi, harðgert og duglegt fólk sem var tilbúið að vinna þessi störf, það mátti stafla þeim upp í verbúðum og iðnaðarhúsum, oft við ömurlegar og jafnvel hættulegar aðstæður, samt voru þeir látnir borga fyrir það leigu! það fóru að heyrast allskonar sögur um hvernig brotið var á þeim, bæði varðandi vinnutíma, of láglaun og frádrátt af launum fyrir íbúð (sem oftast var lítið afhólfað rými sem þeir deildu með öðrum) fyrir akstri í og úr vinnu og fæði, og fleiru sem ég kann ekki að nefna. Þau þekktu ekki rétt sinn, skildu ekki málið svo þau gátu ekki leitað sér réttlætis eða þorðu það ekki því þá yrðu þau rekin af landi brott. Hér hefur ASÍ og stéttafélöginn lyft grettistaki með því að fara á vinnustaði og tala við fólk, Eflingarfólk kemur frá 144 löndum. Sett voru allskonar lög og eftirlit en samt koma reglulega fréttir af meðferð innflutt vinnuafls sem fær mann til að skammast sín fyrir að vera Íslendingur, svona á ekki að líðast á okkar fallega og frjálsa landi, hér eiga allir að njóta sömu réttinda og lifa mannsæmandi lífi. Hvernig á almennt verkafólk að semja um mannsæmandi laun núna? Kannski hefði bara verið best að borða bölvaða bananana þá værum við sæl og glöð sitjandi upp í tré núna. HA NEI! bíðið aðeins hvað varð um "Við gefumst aldrei upp þótt móti blási, á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint, og látum engan yfir okkur ráða, þó ýmsir vilji stjórna okkur bæði ljóst og leynt."? Við verðum að laga þetta, byrja á mannsæmandi kjörum og aðstæður fyrir erlenda vinnuaflið, réttindi þeirra eru réttindi okkar. Það er ekki þau eða við, þau eru ekki óvinirnir þó atvinnurekendur vilji adda okkur gegn hvort öðru, af hverju skildi það vera? Nei við verðum að sameinast og gera þetta saman, aðeins þannig og þá getum við fengið mannsæmandi laun. Það þarf og á engin að búa við fátækt hvað þá sárafátækt á Íslandi og allra síst erlent vinnuafl, það er okkur til skammar. Ég hef unnið með fólki víðs vegar úr heiminum, Filippseyjum, Tælandi, Rússlandi, Svíþjóð, Bretlandi, Nýja Sjálandi, Kósóvó, Serbíu, Noregi, Bandaríkjunum, Pólandi og Íslendi, allt duglegt, samviskusamt og glaðlynt fólk, sem ég hef fræðst mikið af og skemmt mér og hlegið með, suma hef ég mátt kalla vini. En samt, ég bý við hlið Pólverja þeir bjóða góðan daginn brosandi þegar við hittumst, ég veit samt ekki hvað þau heita samt veit ég hvað Íslendingarnir sem eru í hinum enda raðhússins og í næsta raðhúsi heita, undarlegt ekki satt. En hvað, þetta reddast, verum hamingjusöm og góð við hvort annað en hættum aldrei að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum. áfram við! Hamingjulag Hvers vegna hefur fólk áhyggjur þótt launin séu lág, ef hamingjuna fyrir peninga ekki kaupa má? Græðgin glepur mann, gæti drepið mann því enginn er það sem hann á. Og ef hamingjan elt er á röndum, þá er vonlaust í hana að ná. Gleymdu kreppunni og krónuteppunni Og vertu Bjartsýnn lífið á. Allt það besta fæst frítt, Bæði gamalt og nýtt, Þótt Launin Séu lág. Heimildir Vistarband má skilgreina á þessa leið Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2022 í Vísi "Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls" Höfundur: Guðjón Einarsson 14. október 2022 Bændablaðið "Yfir helmingur erlent vinnuafl" Höfundur er Íslendingur með AD/HD og af verkafólki kominn Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Núna á vordögum skrifaði breiðfylkingin undir kjarasamning, stuttu seinna fylgdi VR með ólund á eftir, þetta voru hógværar kröfur til höfuðs verðbólgunni, enn á ný tóku láglaunastétti á sig kjaraskerðingu til að laga verðbólguástandið í landinu. En af hverju eru verkamannalaun svona lág? Er þetta í arfleið okkar eða þrælsóttinn? förum í smá tímaflakk og skoðum þetta aðeins. Einhvers staðar í Afríku sátu forfeður manna og apa að snæðingi, það eru bananar aftur í matinn! hluti hópsins búin að fá nóg (Ad/HD) og ráfar í burtu og verður að mönnum eftir mörg þróunarskeið misvel heppnuð, og orðin nokkuð lík okkur í dag, kannski aðeins loðnari, allavega mennirnir, og loks erum við komin til Evrópu. Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands á níundu öld, Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru. En Garðar skildi svolítið annað eftir en nafnið, þræll Garðars Svavarssonar, nefndur Náttfari strauk og varð eftir á Íslandi með ambátt, er þrælsóttinn þaðan komin, skoðum meira. Við stofnuðum Alþingi, urðum kristin, hjuggum mann og annan og Hlíðin var fögur, Tyrkir rændu henni Guddu, vorum hernumin, urðum sjálfstæð, gengum í Nató og EES, við fórum í útrás og það kom hrun, eigum fallegustu konurnar, sterkustu mennina og heimskustu börnin, urðum "stórasta land í heimi" bryðjum kvíða, svefn og AD/HDlyf út í eitt, erum samt meðal hamingjusömustu og öruggustu þjóða heims, vorum fyrst með kvenna forseta og samkynhneigðan forsætisráðherra sem líka var kona, voru fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands, Lettlands, Litháens og Palestínu. já við eigum allskonar mis virðulegt met við Íslendingar. Litla ísöld, móðuharðindin, Svartidauði og aðrar plágur herjuðu á okkur svo hálf þjóðin lá óvíg eftir og helmingurinn flúinn af landi brott. Við sem eftir urðu gerðumst bændasamfélag, lutum allskonar ofsóknum bæði frá náttúru og mönnum, hér var stunduð einokunarverslun (já snemma byrjaði það) og fólk hneppt í Vistarbönd, þar sem það máttum standa og sitja eins og húsbóndinn vildi, ráðin ár í senn og þeir máttu berja vinnufólkið og senda það í launavinnu annað og hirða launin okkar, allir urðu að ráða sig í vistarband nema þeir sem áttu eitthvað og gátu komið sér upp búi sjálfir. já ljótt er það en skoðum meira. Svo var það sjávarútvegurinn, fast þeir sóttu sjóinn en mega það ei meir nema eiga kvóta! Þröstur Leó Gunnarsson flytur ávarp óþekka sjómannsins fyrir hönd fólksins í landinu á sjómannadaginn. og já við fórum á vertíð unnum á síldarplani og söltuðum Þorsk, allir sem vettlingi gátu valdið komum auðæfum hafsins í eigu auðmanna....... já fæst okkar urðum rík af þessu brölti öllu nema örfáir kvótakóngar, en sjávarþorpin voru blómleg og gaman var að upplifa þetta. Verkalýðsfélögin komu og fóru að berjast fyrir réttindum launafólki til handa, Hvíldartími, orlofsréttur, Fæðingarorlof, dagvistun, veikindaréttur svo fátt eitt sé nefnt sem fólki finnst sjálfsagt í dag en kostaði mikla baráttu og verkföll sem við tókum þátt í. En fyrst við vorum búinn að berjast með kjafti og klóm fyrir öllum þessum réttindum af hverju höfum við það þá ekki betra? Ég er alveg að koma að því en aðeins að kvennabaráttunni fyrst. Áfram stelpur: En þori ég, vil ég, get ég? Já ég þori, get og vil! (Kaldhæðni: lag og texti eru eftir karlmenn) þetta var 24. október 1975. Nú vildu þessar kerlingar fá himinhá laun á við karlmenn fyrir að gera það sem þær höfðu alltaf gert án greiðslu, í margar aldir og án þess að kvarta, ósvífnin í þeim, hugsið ykkur, þær eru bara að þrífa, elda, hugsa um börnin og hlúa að veikum og öldruðum, með öðrum orðum láglaunakvennastörf sem við eigum að vera þakklátar að fá að inna af hendi með glöðu geði, NEI takk, við erum enn að berjast núna árið 2024! Jæja þá kemur samsæriskenningin um lág laun verkafólks. Konur voru komnar í auknu mæli á vinnumarkaðinn og hættar að unga út börnum eins og engin væri morgundagurinn, sumar 12 eða fleirum, og þar sem börnin voru orðin færri var oft möguleiki að koma þeim til mennta svo þau neyddust ekki að vinna í slorinu eins og foreldrarnir á skíta launum, vinnudýrin (þrælarnir) hættir að fjölga sér svo skortur varð á ódýru vinnuafli og þess utan var komin menntahroki í þau. Hver átti núna að þrífa skítinn, elda mat, hugsa um börnin og gamla fólkið, vinna í fiskinum öll auðæfin og smíða hús, keyra trukkana og öll hin láglaunastörfin? ekki ætluðu þeir að byrja á að borga mannsæmandi laun fyrir þau svo fólk vildi og gæti unnið þau. NEI aldeilis ekki, en hvað þá? já en hvað þá? leyfið mér að útskýra.... Þeir fóru að flytja inn verkafólk af erlendum uppruna, upp spruttu starfsmannaleigur, og "Pólverjarnir okkar" komu, þeir voru frá Póllandi, Litháen, Rúmeníu, Lettlandi, harðgert og duglegt fólk sem var tilbúið að vinna þessi störf, það mátti stafla þeim upp í verbúðum og iðnaðarhúsum, oft við ömurlegar og jafnvel hættulegar aðstæður, samt voru þeir látnir borga fyrir það leigu! það fóru að heyrast allskonar sögur um hvernig brotið var á þeim, bæði varðandi vinnutíma, of láglaun og frádrátt af launum fyrir íbúð (sem oftast var lítið afhólfað rými sem þeir deildu með öðrum) fyrir akstri í og úr vinnu og fæði, og fleiru sem ég kann ekki að nefna. Þau þekktu ekki rétt sinn, skildu ekki málið svo þau gátu ekki leitað sér réttlætis eða þorðu það ekki því þá yrðu þau rekin af landi brott. Hér hefur ASÍ og stéttafélöginn lyft grettistaki með því að fara á vinnustaði og tala við fólk, Eflingarfólk kemur frá 144 löndum. Sett voru allskonar lög og eftirlit en samt koma reglulega fréttir af meðferð innflutt vinnuafls sem fær mann til að skammast sín fyrir að vera Íslendingur, svona á ekki að líðast á okkar fallega og frjálsa landi, hér eiga allir að njóta sömu réttinda og lifa mannsæmandi lífi. Hvernig á almennt verkafólk að semja um mannsæmandi laun núna? Kannski hefði bara verið best að borða bölvaða bananana þá værum við sæl og glöð sitjandi upp í tré núna. HA NEI! bíðið aðeins hvað varð um "Við gefumst aldrei upp þótt móti blási, á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint, og látum engan yfir okkur ráða, þó ýmsir vilji stjórna okkur bæði ljóst og leynt."? Við verðum að laga þetta, byrja á mannsæmandi kjörum og aðstæður fyrir erlenda vinnuaflið, réttindi þeirra eru réttindi okkar. Það er ekki þau eða við, þau eru ekki óvinirnir þó atvinnurekendur vilji adda okkur gegn hvort öðru, af hverju skildi það vera? Nei við verðum að sameinast og gera þetta saman, aðeins þannig og þá getum við fengið mannsæmandi laun. Það þarf og á engin að búa við fátækt hvað þá sárafátækt á Íslandi og allra síst erlent vinnuafl, það er okkur til skammar. Ég hef unnið með fólki víðs vegar úr heiminum, Filippseyjum, Tælandi, Rússlandi, Svíþjóð, Bretlandi, Nýja Sjálandi, Kósóvó, Serbíu, Noregi, Bandaríkjunum, Pólandi og Íslendi, allt duglegt, samviskusamt og glaðlynt fólk, sem ég hef fræðst mikið af og skemmt mér og hlegið með, suma hef ég mátt kalla vini. En samt, ég bý við hlið Pólverja þeir bjóða góðan daginn brosandi þegar við hittumst, ég veit samt ekki hvað þau heita samt veit ég hvað Íslendingarnir sem eru í hinum enda raðhússins og í næsta raðhúsi heita, undarlegt ekki satt. En hvað, þetta reddast, verum hamingjusöm og góð við hvort annað en hættum aldrei að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum. áfram við! Hamingjulag Hvers vegna hefur fólk áhyggjur þótt launin séu lág, ef hamingjuna fyrir peninga ekki kaupa má? Græðgin glepur mann, gæti drepið mann því enginn er það sem hann á. Og ef hamingjan elt er á röndum, þá er vonlaust í hana að ná. Gleymdu kreppunni og krónuteppunni Og vertu Bjartsýnn lífið á. Allt það besta fæst frítt, Bæði gamalt og nýtt, Þótt Launin Séu lág. Heimildir Vistarband má skilgreina á þessa leið Eiður Þór Árnason skrifar 2. júní 2022 í Vísi "Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls" Höfundur: Guðjón Einarsson 14. október 2022 Bændablaðið "Yfir helmingur erlent vinnuafl" Höfundur er Íslendingur með AD/HD og af verkafólki kominn
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun