Óttast að enginn hvalur verði veiddur þrátt fyrir leyfið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júní 2024 11:53 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir ákvörðun matvælaráðherra koma of seint. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, óttast að enginn hvalur verði veiddur á þessu ári þrátt fyrir leyfisveitingu matvælaráðherra. „Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“ Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira
„Ég tel því miður að þetta sé alltof seint. Ég held að þessi vinnubrögð hafi verið uppsett til þess að reyna koma í veg fyrir að þessar veiðar gætu orðið í ár. Það er einfaldlega vegna þess að veiðarnar ættu að öllu jöfnu að vera byrjaðar,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. „Ég óttast það innilega að það fólk sem var að bíða eftir svari hafi einfaldlega verið búið að ráðstafa sér eitthvert annað.“ Líkt og áður segir veitti matvælaráðherra Hvali hf. leyfi til veiða á Langreyðum. „Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Vilhjálmur segir að tíminn til að fara að veiða sé of skammur. Fyrirtæki líkt og Hvalur væri yfirleitt búið að ganga frá mannaráðningum, bæði á skip og á plani, í apríl. Þá hafi veiðar yfirleitt hafist skömmu eftir sjómannadaginn, en nú sé kominn miður júní. „Það er ekkert fyrirtæki á Íslandi. Það er engin atvinnustarfsemi sem getur búið við svona óvissu. Það getur engin atvinnustarfsemi fengið að vita hvort starfsemi sé heimiluð eða ekki með alltof stuttum fyrirvara, og það einungis til eins árs,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er ekki hægt, einfaldlega vegna þess að það þarf að panta og kaupa aðföng erlendis frá sem eru oft á tíðum mjög dýr, það þarf að setja skipin í slipp og svo framvegis. Það er ekkert fyrirtæki sem ræðst í slík fjárútlát án þess að hafa einhvern fyrirsjáanleika í sinni starfsemi.“
Hvalveiðar Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Sjá meira