Líta fjölda látinna í umferðinni alvarlegum augum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 14:22 Samgöngustofa lítur fjölda látinna í umferðinni það sem af er ári alvarlegum augum. Vísir/Arnar Ellefu manns hafa látið lífið í umferðinni það sem af er ári og er þetta mikil aukning miðað við síðustu nokkur ár. Þórhildur Elínardóttir samskiptastjóri segir Samgöngustofu líta stöðuna mjög alvarlegum augum og að hún kalli á skoðun. Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur. Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Á síðasta ári létust átta í umferðinni og árið fyrir það níu. Fjöldinn hefur verið sambærilegur árin fyrir það en nú er önnur staða uppi á teningnum. „Við þurfum að horfa lengra aftur í tímann til þess að sjá tveggja stafa tölur yfir látna yfir heilu árin. 2018 létust átján manns í umferðarslysum á Íslandi og árið 2017 sextán. Þetta voru sextán til átján manns á þessu árabili. Eftir það höfum við verið með eins stafs tölu yfir heilu árin. Það er í fyrsta skipti núna í svolítinn tíma sem við sjáum svona bratta brekku aftur,“ segir Þórhildur í samtali við fréttastofu. Breyttar áskoranir Hún segir Samgöngustofu munu greina stöðuna í samvinnu við aðra aðila sem að umferðaröryggismálum koma betur svo hægt sé að bregðast við til skemmri tíma. „Áætlanir í umferðaröryggismálum eru oft gerðar til lengri tíma en staðan núna krefst ígrundunar á því hvort að hægt sé að styrkja málaflokkinn til skemmri tíma,“ segir hún. Þórhildur segir jafnframt að þær áskoranir sem ökumenn þurfa við að etja hafi breyst gríðarlega á undanförnum árum. Vaxandi farsímanotkun undir stýri sé stór slysavaldur ásamt því að meiri umferð sé um vegi landsins með aukinni tilkomu erlendra ferðamanna. Þá séu samgöngumátar fjölbreyttari en áður var. Hjólreiðar njóta meiri vinsælda og rafhlaupahjól eru glæný viðbót við umferðarflóru Reykjavíkur og annarra þéttbýlisstaða á Íslandi. Hegðun fólks ráði mestu Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur brýnir til fólks mikilvægi þess að hafa alla athygli við aksturinn. Hálka, farsímar og breyttir samgöngumátar hafi sitt að segja en það sem ræður mestu í umferðaröryggi sé hegðun fólks. „Alltaf huga að því að spenna beltin, ekki nota síma við stýri. Keyra í samræmi við aðstæður alltaf og passa hraðann. Athyglin á akstrinum. Vera allsgáður. Þetta eru bara þessi klassísku ráð,“ segir Þórhildur.
Umferðaröryggi Umferð Samgöngur Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25 Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29 Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Banaslys á Vesturlandsvegi í Borgarfirði Banaslys varð á Vesturlandsvegi skammt frá Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgarfirði á níunda tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 10. júní 2024 10:25
Tveir létust í banaslysi í Eyjafirði Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá. 24. apríl 2024 19:29
Slysið á Suðurlandsvegi var banaslys Slys sem varð á Suðurlandsvegi, skammt vestan Péturseyjar, var banaslys. 30. janúar 2024 00:28