Reglur um samskipti við fjölmiðla ekki tilraun til þöggunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júní 2024 15:00 Andri Ólafsson samskiptastjóri segir nýjar reglur um samskipti starfsfólks við fjölmiðla ekki vera tilraun til þöggunar. Aðsend Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna gerir athugasemdir við nýjar reglur um samskipti starfsmanna Landspítalans við fjölmiðla. Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans, vísar athugasemdum hans á bug og segir reglurnar löngu tímabærar. Tilgangurinn með þeim sé að skýra verklag á mikilvægu starfssviði Landspítalans, nefnilega upplýsingagjöf. Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar. Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira
Theódór birti reglurnar á síðu sinni á Facebook í gær og ýjar að því að þær jaðri við tilraun til þöggunar. Með færslunni fylgdi mynd af honum þar sem krotað var yfir munninn til að líkjast einhvers konar múlbandi. Hann segist hvetja lækna til þess að tjá sig sem fyrr um fagleg málefni er varða öryggi og hagsmuni sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna. Reglurnar kveða á um að starfsfólk Landspítala megi koma fram undir merkjum Landspítala þegar það ræðir opinberlega um störf sín á spítalanum en að sé það til viðtals vegna annarra starfa eða af öðrum ástæðum sé það ekki heimilt nema með leyfi samskiptateymisins. Þá er einnig mælst til þess að starfsfólk tjái sig ekki með beinum hætti um málefni spítalans eða einstakra starfseininga hans nema í samráði við næsta yfirmann eða, eftir atviku, við samskiptateymi. Þá er átt við málefni eins og aðbúnað, rekstur, mönnun og fleira slíkt. Hvetur starfsfólk til að taka þátt í umræðu Andri segir þó ekkert í nýju reglunum takmarka tjáningafrelsi lækna né annarra starfsmanna heldur hvetji Landspítalinn beinlínis starfsfólk til að taka virkan þátt í opinberri umræðu. Hins vegar sé nauðsynlegt að skýr rammi sé utan um samskipti starfsfólks við fjölmiðla, fyrst og fremst til að auðvelda því lífið. „Á hverri viku veitir starfsfólk spítalans nokkra tugi viðtala í fjölmiðlum. Þær upplýsingar sem við veitum til fjölmiðla eru svo gríðarlega miklar að það er hálfævintýralegt. Það er fullkomlega eðlilegt að það sé einhvers konar rammi utan um öll þessi samskipti. Þessi rammi snýst bara um það að fólk beri saman bækur áður en það tjái sig opinberlega, til að það sé örugglega með réttar upplýsingar og sé ekki með úreltar upplýsingar. Þetta snýst ekki um annað en það,“ segir Andri í samtali við fréttastofu. Andri segir umfang fjölmiðlasamskipta á Landspítalanum meira en gengur og gerist hjá íslenskum stofnunum og fyrirtækjum og að starfsfólk spítalans veiti gríðarlega mörg viðtöl. „Fólk hefur verið að tjá sig mjög réttilega og fengið athugasemdir við eitthvað sem var fullkomlega réttlætanlegt að tjá sig um. Stundum hefur fólk svo verið að tjá sig án þess að hafa réttar upplýsingar,“ segir Andri. Víðtækt samráð við gerð reglanna Hann segir reglurnar hafa verið í undirbúningi í meira en ár og að víðtækt samráð hafi verið við starfsfólk spítalans í gegnum allt ferlið. Því skjóti þessar athugasemdir Theódórs skökku við. „Það var mjög víðtækt samráð um þessar leiðbeiningar. Allt starfsfólk fékk þessar leiðbeiningar kynntar og þá gátu allir kynnt sér efni leiðbeininganna fyrirfram. Þetta er búið að vera meira en ár í undirbúningi og í rauninni orðið löngu tímabært,“ segir Andri. „Ef koma fram einhverjar ábendingar um að eitthvað mætti betur fara í þessum leiðbeiningum þá er alveg sjálfsagt að skoða það, endurskoða og uppfæra. Við munum skoða allar ábendingar með opnum hug,“ segir Andri að lokum. Ekki náðist í Theódór Skúla Sigurðsson við vinnslu fréttarinnar.
Landspítalinn Fjölmiðlar Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Sjá meira