Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Mbl.is greindi fyrst frá. Ásgeir býr ekki yfir nánari upplýsingum um líðan þeirra slösuðu eða tildrög slyssins.
Í frétt Mbl.is er haft eftir Bjarna Þorsteinssyni, varaslökkviliðsstjóra hjá Slökkviliði Borgarbyggðar, að fólksbíll og jeppi hafi lent í árekstri með alls þrjá innanborðs.
Þrjú útköll síðasta sólarhringinn
Útkallið er það þriðja sem þyrlusveitin sinnir á innan við 24 klukkustundum. Í gærkvöldi voru tveir slasaðir fluttir eftir að fólksbíll valt skammt frá Kirkjubæjarklaustri.
Þá var göngumaður sóttur á Heljarkamb á Fimmvörðuhálsi í dag eftir að hafa lent í sjálfheldu. Maðurinn hlaut minniháttar meiðsli en enginn önnur leið var að manninum en með þyrlu.
Annasamasti tími ársins
Ásgeir segir að nokkuð hafi mætt á þyrlusveitinni undanfarinn sólarhring en álagið sé þó ekki það mesta á allra síðustu dögum. Aukin tíðni útkalla fylgi því að sumarið gengur í garð og það hafi verið annasamasti tími ársins fyrir þyrlusveitina.
Þá hafi útköllum stöðugt farið fjölgandi síðustu árin.