Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júní 2024 22:00 Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar