Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. júní 2024 22:00 Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. Frá upphafi hefur verið stefnt að því að svelta Palestínumenn til uppgjafar og nú er fólk farið að deyja úr hungri. Einnig úr sjúkdómum og afleiðingum árása, en sjúkrahús hafa nær öll verið eyðilögð, sprengd og brennd. Í frétt frá Sameinuðu þjóðunum í dag kom fram að ekki færri en 3000 börn hefðu misst útlimi. Aldrei hefur verið meiri þörf á gervifótum til Gaza. Rannsókn á þjóðarmorði Ísraels og stríðsglæpum – á svarta listann Alþjóðadómstóllinn hefur tekið við kæru Suður-Afríku og fleiri ríkja um þjóðarmorð af hálfu Ísraels á Gaza. Í framhaldi af því gaf dómstóllinn út fyrirmæli um að Ísrael hætti hernaðaraðgerðum sem stefndu lífi óbreyttra borgara í hættu og gáfu beinlínis út fyrirmæli til Ísraels um að hætta árásum á Rafah. Alþjóðglæpadómstóllin hefur óskað eftir handtökuheimildum á hendur Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Yoav Gallant hermálaráðherra, ásamt þremur leiðtogum Hamas. Í dag bárust svo fréttir af því að Sameinuðu þjóðirnar væru að setja Ísrael á svartan lista vegna framferðis þeirra gagnvart börnum í stríði. Jafnvel þótt Biden Bandaríkjaforseti leggi fram tillögu um vopnahlé sem hann sagði vera tillögu Ísraels, breytir það engu hjá Bíbí (Netanyahu) og félögum. Stríð skal það vera og haft á orði að æskilegt væri að halda því áfram, að minnsta kosti út þetta ár. Tillaga Biden er að mestu óbreytt tillögu sem Katar og Egyptaland lögðu fram í samráði við forstjóra CIA, bandarísku leyniþjónustunnar fyrir um mánuði síðan. Hamas-samtökin samþykktu þá tillögu en Ísrael var á móti. Stríð gegn börnum Þríeykið sem stýrir herferðinni á Gaza hefur síðan 7. október talað um stríð gegn Hamas og áætlanir um að uppræta þau samtök. Það varð hins vegar fljótt ljóst að þetta yrði stríð gegn börnum. Helmingur íbúanna á Gaza eru börn og þegar litið er á tölur yfir fallna, þá kemur í ljós að yfir 70% eru börn og mæður. Myrt börn á Gaza eru að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri en liðsmenn Al Qassam sveitanna sem fallið hafa. Sex daga stríðsins minnst – hernáms allar Palestínu Þessa dagana er þess minnst að 57 ár eru liðin frá Sex daga stríðinu, sem stóð frá 5.-10. júní 1967. Þá lagði Ísraelsríki undir sig alla Palestínu, auk stórra landsvæða í nágrannaríkjum, stærst voru Gólan-hæðirnar af Sýrlandi og Sínaí-skaginn af Egyptalandi. Ísrael skilaði Sínaí og fékk friðarsamning við Egyptaland, en hefur enn ekki skilað Gólan-hæðum. Og Ísrael hefur engu skilað af herteknu svæðunum frá 1967, hvorki Gaza, Vesturbakkanum né Austur-Jerúsalem. Ísrael dró her og landtökulið burt frá Gaza 2005, en skilaði ekki landsvæðinu og hefur nú í 17 ár haldið því í algerri herkví. Samkvæmt alþjóðlögum ber hernámsveldið Ísrael ábyrgð á öryggi og velferð íbúa hertekinna svæði. Sú ábyrgð hefur orðið að öfugmæli, því að sá hryllingur sem heimurinn hefur horft upp síðustu átta mánuði, er alfarið á ábyrgð Ísraels. En þar koma fleiri til. Framferði Ísraelsstjórnar hefur notið eindregins stuðnings Bandaríkjanna, fjárhagslegs, hernaðarlegs og diplómatísks. Ísrael hefur einnig notið stuðnings Evrópusambandsins og NATÓ. Án þessa stuðnings gæti Ísraelsstjórn ekki haldið barnamorðunum áfram. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun