Frederiksen slegin í miðborg Kaupmannahafnar Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2024 20:33 Mette Frederiksen er sögð slegin eftir árásina. Vísir/EPA Karlmaður sló Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í miðborg Kaupmannahafnar í dag. Lögregla handtók manninn en ekki er ljóst hvað honum gekk til. Pólitískir bandamenn og keppinautar Frederiksen fordæma árásina. Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024 Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira
Forsætisráðuneyti Danmerkur greindi frá árásinni. Frederiksen sé í áfalli eftir uppákomuna en ráðuneytið segist ekki ætla að tjá sig frekar um hana. Atvikið átti sér stað á Kolamarkaðinum í miðborg Kaupmannahafnar, að sögn danska ríkisútvarpsins. Sjónarvottur segir Reuters-fréttastofunni að ekki hafi séð á Frederiksen eftir árásina. Öryggisverðir hafi fylgt henni burt eftir uppákomuna. Lögreglan rannsakar árásina en hefur ekki tjáð sig frekar um hana. Aðrir stjórnmálamenn hafa brugðist hart við árásinni að forsætisráðherranum. Kosið verður til Evrópuþings í Danmörku á sunnudag. „Í lýðræði notar maður orð, ekki ofbeldi,“ skrifaði Trine Bramsen, þingmaður Jafnaðarmannaflokks Frederiksen, á samfélagsmiðlinum X. Morten Løkkegaard, aðalframbjóðandi Venstre til Evrópuþings, sagði sláandi að einhver hefði slegið Frederiksen. Það væri lýðræðinu nauðsynlegt að fólk gæti rætt saman óháð stjórnmálaskoðunum. „Ofbeldi og árásir grefur undan opinberri umræðu og þar með lýðræðinu,“ sagði Løkkegaard á sama miðli. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sendi Frederiksen einnig kveðju á X þar sem hann sagði að Norðurlönd væru þekkt fyrir einstaklingsfrelsi, frið, öryggi og sterk lýðræðisleg gildi. „Það er óásættanlegt að ráðast á kjörinn fulltrúa. Við verðum öll að standa saman og verja gildi okkar,“ skrifaði Bjarni. Best wishes to my friend and colleague @Statsmin Mette Frederiksen. The Nordics are known for individual freedom, peace, security and strong democratic values. Attacking an elected individual is unacceptable. We must all stand together to protect our values.— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 7, 2024
Danmörk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Sjá meira