Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Langvarandi veðurviðvaranir falla loks úr gildi í nótt. Við förum yfir stöðuna og horfurnar fram undan í beinni. Þrátt fyrir ástandið hófst heyskapur undir Eyjafjöllum í dag. Kristján Már Unnarsson kíkir á bændur á Þorvaldseyri sem finna til með starfssystkinum sínum í snjónum norðan heiða.
Vaxtastuðningur upp að tvö hundruð þúsund krónum á mann stendur fólki nú til boða, til að bregðast við hækkandi vaxtabyrðum húsnæðislána. Við förum yfir fyrirkomulagið í kvöldfréttum. Þá skoðum við á endurbætur í skautahöllinni og verðum í beinni frá Borgarleikhúsinu þar sem verið er að setja upp öðruvísi danssýningu í tilefni Listahátíðar í Reykjavík.
Í Sportpakkanum kíkjum við á Wembley í Lundúnum en mikil spenna ríkir innan íslenska landsliðshópsins fyrir leikinn gegn stórliði Englands annað kvöld. Í Íslandi í dag hittir Sindri Sindrason þá Baltasar Kormák og Ólaf Jóhann og ræðir við þá um kvikmyndina Snertingu.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.