„Vonum að þetta skili jafn góðum árangri á Íslandi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2024 15:28 Evrópski fjárfestingasjóðurinn undirritaði í dag samning um bakábyrgðir við Byggðastofnun vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja í dreifðum byggðum landsins. Undirritunin átti að fara fram á Sauðárkróki sem ekki gekk eftir vegna veðurs, og var samningurinn því undirritaður í fjármálaráðuneytinu í morgun. Vísir/Elín Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að ríflega þriggja milljarða króna fjármögnun í gegnum fjárfestingaáætlun Evrópusambandsins. Forstjóri Byggðastofnunar segir nýtt samkomulag við Fjárfestingabanka Evrópu meðal annars nýtast til kynslóðaskipta í landbúnaði og atvinnureksturs kvenna. Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra. Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í dag var undirritaður samningur milli Byggðastofnunar og Evrópska fjárfestingasjóðsins um bankaábyrðir vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á landsbyggðinni. Verkefnið er stutt af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir samninginn taka við af öðrum samningi sem rann út um áramótin. „Það samkomulag gerði það af verkum að við gátum stofnað nýja lánaflokka í landsbyggðunum. Sér í lagi lán til kynslóðaskipta í landbúnaði sem hafa reynst mjög eftirsótt hjá okkur. Úr þeim lánaflokki höfum við veitt þrjátíu ungum bændum lán til þess að hefja búrekstur,“ segir Arnar Már. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar.Vísir/Bjarni Þar að auki hafi verið veitt lán til stuðnings atvinnurekstrar kvenna, umhverfisvænna verkefna og til fiskvinnslu og útgerða í viðkvæmum sjávarbyggðum. „Núna meðþessu nýja samkomulagi við Evrópubankann og með InvestEU samkomulaginu og þá getum við farið að bjóða þessa flokka aftur í landsbyggðunum enda er töluverð eftirspurn,“ segir Arnar Már, en í heildina er um að ræða aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármögnun. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. „Þeir sem búa utan höfuðborgarsvæðisins eru á markaðssvæði Byggðastofnunar og geta þar af leiðandi sótt um í lánaflokkana okkar og við höfum ekki lent í því ennþá að hafa fengið meiri eftirspurn heldur en við höfum getað sinnt, þannig að það hafa allar lánsumsóknir verið metnar,“ segir Arnar. Fyrra samkomulag hafi til að mynda stuðlað að sköpun hundrað starfa í landsbyggðunum. Thomas Östros, varaforseti EIB Group.Vísir/Bjarni Thomas Östros, varaforseti EIB Group, segir sambærileg verkefni hafa borið mikinn árangur annars staðar í Evrópu. „Við vonum að þetta skili jafn góðum árangri hér á Íslandi,“ segir Östros í samtali við fréttastofu. „Þetta er sérstakt verkefni þar sem það beinist að dreifbýli svo ég hlakka til innleiðingar þessa verkefnis, að sjá kynslóðaskipti verða í sveitum eða sjá frumkvöðlastarfsemi kvenna þrífast örlítið betur vegna þessarar samvinnu. Því við erum að veita yfir tuttugu milljónum evra inn til lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi,“ segir Östros. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi.Vísir/Bjarni Sendiherra ESB á Íslandi fagnar einnig samkomulaginu, sem hún telur munu styrkja enn frekar samstarf Íslands og Evrópusambandsins. „Við höfum átt náið samband í yfir þrjátíu ár í gegnum EES samninginn. En ekki aðeins það, sambandið er einstaklega sterkt og við sjáum það ekki aðeins í efnahagslegu sambandi og í samskiptum manna á milli, heldur einnig íþví hvernig við getum unnið saman til að fást við sameiginlegar áskoranir. Við vinnum saman gegn loftslagsmálum, og áskorunum í utanríkismálum til dæmis á Norðurslóðum,“ segir Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra.
Byggðamál Evrópusambandið Landbúnaður Nýsköpun Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira