Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 12:01 Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Vísir/Arnar Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is. Verðlag Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Verðlag Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira