Vísar ásökunum um „vopnaðan frið“ um verðlag á bug Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2024 12:01 Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Elko. Vísir/Arnar Verkefnastjóri hjá ASÍ segir samkeppni á raftækjamarkaði hafa verið slegið á frest og að vopnaður friður ríki mili ELKO og Heimilistækja, þar sem verðmunur sé oft lítill sem enginn. Framkvæmdastjóri ELKO vísar því á bug. Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is. Verðlag Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Í tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ kom fram að þær vörur sem fengjust bæði í verslunum ELKO og Heimilistækjasamstæðunnar, sem inniheldur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, væru 337. Og það sem meira er að í 61 prósenti tilfella væri verðið á þeim það sama, upp á krónu. Verkefnastjóri verðlagseftirlitsins segir muninn, þar sem hann er til staðar, oft ekki ýkja mikinn. „Í þremur fjórðu tilfella munar bara fimmtán krónum, í tveimur þriðju tilfella bara einni krónu, eða minna. Á hinum vörunum sem eftir standa er verðlagið aðeins lægra í Heimilistækjasamstæðunni, en það borgar sig alltaf að tékka áður en maður verslar,“ segir Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.Vísir/Arnar Færri krónur í vösum neytenda Hann segir um kerfisbundna verðlagningu að ræða. „Og þetta þýðir þá bara væntanlega að það sé kominn á einhvers konar vopnaður friður á milli aðila, sem þýðir að í raun hefur samkeppni þá verið slegið á frest.“ Hann segist ekki vita hvers vegna staðan sé þessi. „En það segir sig sjálft að á meðan fyrirtækin eru að skila hagnaði og eru með svo gott sem sömu verð, þá er pláss fyrir meiri samkeppni.“ En hver eru áhrif þessarar stöðu á neytendur? „Það verða færri krónur eftir í vasanum okkar og fleiri krónur í vasa hluthafa fyrirtækjanna.“ ELKO leggi sig fram um gagnsæi Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Óttar Örn Sigurbergsson, framvkæmdastjóri ELKO, að samanburður ASÍ gefi ekki tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitið dregur. Oft megi sjá mikinn mun á verði raftækja, þó annars staðað megi finna svipað verð. Könnunin sýni öðru fremur fram á töluverða samkeppni. Verðlagning ELKO miðist út frá breytum á borð við framboð, eftirspurn, gengi, samkeppni og fleiru. Félagið leggi sig þá fram um gagnsæi í verðlagningu. Hér að neðan má lesa svar Óttars í heild sinni: Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Samanburður ASÍ á verði á raftækjamarkaði sýnist okkur ekki gefa tilefni til þeirra ályktana sem verðlagseftirlitsins dregur. Oft má þarna sjá mjög mikinn mun á verði raftækja, þó að annars staðar séu verð svipuð. Miklu fremur sýnist okkur þetta birtingarmynd töluverðrar samkeppni þar sem keppinautar reyna víða að jafna eða slá hver öðrum við. Verðlagning ELKO miðast út frá breytum eins og framboði, eftirspurn, líftíma tækis, kostnaðarverði, gengi og samkeppni. Við leggjum okkur fram um gagnsæi í verðlagningu og hægt að skoða verðsögu allrar vöru á vef ELKO, www.elko.is.
Verðlag Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Atvinnulíf Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira