„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 10:54 Þórhallur Heimisson ræddi áttatíu ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Minningarathöfn var haldin á Gold ströndinni í Normandí í morgun. vísir/getty Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur. Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur.
Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira