Bókahilla er ekki bókasafn Unnar Geir Unnarsson skrifar 5. júní 2024 11:01 Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi. Almenningsbókasöfnin eru hluti af lögbundinni þjónustu sveitarfélaganna, en það er ekki nóg til að hlífa þeim frá niðurskurðarhnífnum. Í Fjarðabyggð stendur til að færa almenningsbókasöfnin undir stjórn skólastjóra grunnskólanna og þannig vængstífa þau með öllu. Í Reykjavík munu bókasöfnin loka í sumar til að bregðast við hagræðingarkröfu borgarinnar og í öðrum sveitarfélögum er bókasöfnum gert að segja upp fólki eða hagræða í rekstri á annan hátt. Fyrir utan að vera lögbundin þjónusta eru almenningsbókasöfn þátttökugátt, menningarhús og áfangastaður í dagsins önn. Hlutverk almenningsbókasafna á Íslandi hefur aldrei verið mikilvægara en nú á tímum einangrunar og einmanaleika. Bókasöfnin auka áhuga á lestri, ýta undir samfélagsþátttöku allra, stuðla að jafnrétti og veita öllum tækifæri til að nálgast upplýsingar og afþreyingu. Almenningsbókasöfn bæta samfélagið með menningarstarfi, með því að veita upplýsingar og innblástur og með því að bjóða upp á rými og skjól til að skapa, taka þátt og fræðast. Menningarstarf og listir auðga samfélagið, auka samkeppnishæfni þess og hafa áhrif þegar fólk velur sér búsetu. Almenningsbókasöfnin í dag standa fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á allt frá bókum til saumavéla, frá plokktöngum til vínylskera og frá hljómborðum til kökuforma. Notendur bókasafnanna geta nýtt sér hljóðupptökuver, lærdómsaðstöðu og sótt tónleika, námskeið og margt fleira. Í minni sveitarfélögum eru almenningsbókasöfnin jafnvel eina menningarmiðstöðin þar sem öll eru alltaf velkomin án þess að þurfa að greiða fyrir. Til að almenningsbókasöfnin geti gengt þessu mikilvæga samfélagslega hlutverki þarf að hlúa að þeim. Víða þarf að draga seglin saman og hagræða en það má ekki verða til þess að skerða tækifæri fólks eða lífsgæði þeirra; hlúa þarf að samfélaginu og muna hver raunveruleg verðmæti þess eru. Höfundur er deildarstjóri hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun