Prufa að neyða notendur til að horfa á auglýsingar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 10:29 Instagram prufukeyrir nú nýtt viðmót fyrir auglýsingar á miðlinum. AP/Michael Dwyer Samfélagsmiðillinn Instagram prufukeyrir nú nýtt viðmót á miðlinum sem neyðir notendur til að horfa á auglýsingar til að halda áfram að nota forritið. Áður fyrr gátu notendur skrunað fram hjá auglýsingum sem birtust þeim en það gæti heyrt sögunni til með nýrri uppfærslu. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Nýja auglýsinga viðmótið kallast „auglýsingahlé“ og virkar þannig að notendur festast á auglýsingu og þurfa að bíða í ákveðinn tíma áður en þeir geta haldið áfram að nota samfélagsmiðilinn eins og þeir kjósa. Nýja viðmótið líkist því sem notendur kannast við á Youtube þar sem fólk þarf gjarnan að horfa á fimmtán til 30 sekúndur af auglýsingum áður en þeir geta haldið áfram að horfa á myndskeiðiðið sem þeir smelltu á. Hagur auglýsenda í fyrirrúmi „Stundum gætir þú þurft að horfa á auglýsingu áður en þú heldur áfram,“ segir í tilkynningu frá Meta, móðurfyrirtæki Instagram, þegar notendur smella á hnapp með frekari upplýsingum um nýja auglýsinga viðmótið. Í tilkynningu frá Meta sagði að fyrirtækið væri ávallt að leita nýrra leiða til að auka hag auglýsanda á miðlum fyrirtækisins. Það á enn eftir að koma í ljós hvort að nýja viðmótið falli í kramið hjá auglýsendum en ljóst er að það hefur fallið í grýttan jarðveg hjá notendum. Einn notandi sagði á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, að hann hygðist sniðganga Instagram ef prufukeyrslan verður að veruleika fyrir notendur til framtíðar. Auglýsinga- og markaðsmál Meta Samfélagsmiðlar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Nýja auglýsinga viðmótið kallast „auglýsingahlé“ og virkar þannig að notendur festast á auglýsingu og þurfa að bíða í ákveðinn tíma áður en þeir geta haldið áfram að nota samfélagsmiðilinn eins og þeir kjósa. Nýja viðmótið líkist því sem notendur kannast við á Youtube þar sem fólk þarf gjarnan að horfa á fimmtán til 30 sekúndur af auglýsingum áður en þeir geta haldið áfram að horfa á myndskeiðiðið sem þeir smelltu á. Hagur auglýsenda í fyrirrúmi „Stundum gætir þú þurft að horfa á auglýsingu áður en þú heldur áfram,“ segir í tilkynningu frá Meta, móðurfyrirtæki Instagram, þegar notendur smella á hnapp með frekari upplýsingum um nýja auglýsinga viðmótið. Í tilkynningu frá Meta sagði að fyrirtækið væri ávallt að leita nýrra leiða til að auka hag auglýsanda á miðlum fyrirtækisins. Það á enn eftir að koma í ljós hvort að nýja viðmótið falli í kramið hjá auglýsendum en ljóst er að það hefur fallið í grýttan jarðveg hjá notendum. Einn notandi sagði á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, að hann hygðist sniðganga Instagram ef prufukeyrslan verður að veruleika fyrir notendur til framtíðar.
Auglýsinga- og markaðsmál Meta Samfélagsmiðlar Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira