Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 22:19 Narendra Modi lýsti yfir sigri þrátt fyrir að hafa tapað meirihluta sínum. AP/Manish Swarup Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá. Indland Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira
Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá.
Indland Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Fleiri fréttir Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Sjá meira