Quang Lé, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson fyrir rúmu ári, er grunaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við rekstur á veitingastöðum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu.
Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars eftir að lögregla réðst í miklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar um land. Auk hans sitja kærasta hans og bróðir í varðhaldi til 17. júní.
Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tjáði fréttastofu fyrir tveimur vikum að rannsóknin væri umfangsmikil og erfið.