„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2024 11:34 Fjölnir Sæmundsson segir dóminn sýna að lögreglumenn komist ekki upp með brot í starfi. Vísir/Vilhelm Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“ Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Atvik málsins voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann hafi úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá hafi lögreglumaðurinn sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Formaður Landssambands lögreglumanna segir að eftir lestur dómsins virðist málið borðleggjandi. „Þarna fór lögreglumaður því miður út fyrir umboð sitt eða valdsvið, og fór ekki eftir reglum. Það blasir við,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Hann segir mögulegt að mál eins og þetta dragi úr trausti fólks til lögreglu. „En ég er nú að vona það að fólk sjái að lögreglumenn komast ekkert upp með að brjóta af sér í starfi, þá séu þeir dæmdir. Þetta sýni fólki fram á að það er sannarlega eftirlit með lögreglunni. Við í lögreglunni viljum auðvitað bara að þeir sem brjóti af sér í starfi sæti afleiðingum þess.“ Maðurinn hafi ekki starfað hjá lögreglunni frá því málið kom upp. Vilja ekki fá á sig óorð Fjölnir segist ekkert hafa út á dóminn að setja. „Eftir að hafa lesið hann þá held ég að þetta sé bara réttur dómur. Maðurinn fór út fyrir valdsvið sitt þarna og á bara að sæta afleiðingum þess. Það er það sem við lögreglumenn viljum að gerist. Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar og við viljum að fólk viti að það eru afleiðingar ef við förum út fyrir valdsvið okkar.“
Lögreglan Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. 4. júní 2024 07:03