Í tilkynningu frá hópnum segir að sérlega hafi dregið úr krafti nyrðri gíginn sem gaus kröftuglega í gær. Enn sjáist stakar hraunslettur úr þeim gíg, en mun minni en í gær. Því virðist bara tímaspursmál hvenær sá gígur hætti að gjósa.
Samhliða þessu hafi gosórói fallið nokkuð skarpt en hélst svo stöðugur fram eftir nóttu. Syðri og stærri gígurinn lifi enn góðu lífi þó hann gjósi ekki jafn kröftuglega og í gær. Sá gígur er við hlið þess gígs sem gaus lengst í síðasta gosi.
Gosið hefur nú lifað í tæpa sex sólarhringa og því orðið það næstlengsta í yfirstandandi hrinu eldgosa.