Oddur lék sinn síðasta leik fyrir Balingen þegar liðið vann Hamburg, 37-30, á heimavelli. Hann er á heimleið en hann hefur samið við Þór.
Oddur kvaddi Balingen með sannkölluðum stórleik en hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum í leiknum í gær. Fimm marka hans komu úr vítum.
Balingen var löngu fallið en kvaddi deildina með góðum sigri í gær.
Das ist die letzte Mannschaft des Spieltags in dieser Saison❗️😍 Wer hat euch am 3️⃣4️⃣. Spieltag am meisten beeindruckt❓🔥
— LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) June 3, 2024
_____#Handball #LIQUIMOLYHBL pic.twitter.com/Nv5zY9Tc9m
Teitur skoraði níu mörk úr níu skotum þegar Flensburg sigraði Bergischer á útivelli, 30-40.
Þetta var síðasti leikur Teits fyrir Flensburg en hann gengur í raðir Gummersbach eftir tímabilið.
Flensburg endaði í 3. sæti deildarinnar með fimmtíu stig, tólf stigum á eftir meisturum Magdeburg.