Svona var ávarp nýkjörinnar Höllu Tómasdóttur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. júní 2024 16:22 Bakgarðurinn var fullur af stuðningsfólki sem hrópaði húrra fyrir Höllu. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir nýkjörinn forseti Íslands ávarpaði þjóðina frá svölunum á heimili sínu við Klapparstíg nú fyrir skemmstu og hlaut mikil fagnaðarlæti. Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í garði hennar og hyllti nýkjörna forsetann og fjölskyldu hennar. Eiginmanninn Björn Skúlason og þau Tómas Bjart og Auði Ínu, börn Höllu og Björns. „Kæru Íslendingar. Ég stend hér auðmjúk fyrir framan ykkur með hjartað fullt af einlægu þakklæti, Ég er þakklát fyrir ykkur sem stiguð báruna með mér í þessu framboði. Ég er þakklát fyrir meðframbjóðendur mína sem lögðu mikið til umræðna um framtíðina sem var nauðsynleg. Og hlutverk forseta í að móta hana með þjóðinni. Og ég er þakklát fyrir ykkur öll sem fóruð á kjörstað og kusuð með hjartanu,“ segir Halla. Áhorfendur klöppuðu og hylltu Höllu. „En mest af öllu þakka ég fyrir traustið sem þið sýnið mér og mínum. Það er heiður lífs míns að fá að verða ykkar forseti 1. ágúst næstkomandi,“ segir Halla jafnframt og virðist klökk. Hvað eru margir klútar á myndinni?Vísir/Vilhelm „En þessum heiðri fylgir líka mikil ábyrgð og ég mun mæta þeirri ábyrgð af fullri alvöru. Ég stend á öxlum þeirra sem byggðu þetta samfélag og lyftu því úr fátækt í fyrirmynd á ótal mörgum sviðum. Og ég hef þá trú að okkar bíði stór tækifæri takist okkur að leiða saman hópa þvert á kynslóðir til að vinna samfélagi okkar gagn á grunni góðra gilda.“ Þá vitnar Halla í bandaríska ljóðskáldið Mary Oliver. „Ljóðskáldið Mary Oliver spurði í frægum ljóðlínum, segðu mér, hvað ætlar þú að gera við þitt eina villta og verðmæta líf? Ég valdi að gefa kost á mér til að þjóna okkar þjóð. Og mig langar til að spyrja okkur mikilvægrar spurningar. Hvað ætlum við að gera við okkar villta og eina verðmæta land?“ Forsetahjónin tilvonandi, Halla og Björn.Vísir/Vilhelm „Mig langar til að svara því með ykkur. Við fjölskyldan erum full tilhlökkunar og við munum leggja okkur öll fram um að þjóna hagsmunum okkar Íslendinga af lífi og sál. Kæru Íslendingar og kæru sjómenn og fjölskyldur um allt land. Ég óska ykkur gleðilegs sjómannadags. Takk takk takk,“ sagði Halla í lokin og áhorfendur hrópuðu húrra.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Sjá meira