Ríkisstjórnin á erfiða daga fyrir höndum Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2024 15:11 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Nú á eftir að koma á daginn hvaða áhrif úrslit forsetakosninganna munu hafa á líf ríkisstjórnar hans. Erfiðir dagar eru fyrir höndum í þinginu. vísir/vilhelm Jakob Birgisson grínari, eindreginn stuðningsmaður Katrínar Jakobsdóttur í kosningakjöri, var ekki í miklu grínstuði þegar hann hripaði í nótt á X: „Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld.“ Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum. Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Ríkisstjórnin féll endanlega í kvöld— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) June 2, 2024 Eflaust má túlka afgerandi sigur Höllu Tómasdóttur í forsetakosningum á ýmsa lund. Flestir bjuggust fyrir fram við því að Katrín myndi hafa þetta næsta léttilega þegar hún loksins gaf kost á sér en strax í fyrstu könnunum kom á daginn að það myndi reynast henni torsótt. Og í lokin var þetta orðið henni um megn. Slíkt var flugið á Höllu. Flestir stjórnarliðar fyrrverandi ríkisstjórnar hennar höfðu lýst yfir stuðningi við Katrínu. En stjórnarþingmenn margir létu stuðningsmerkin hverfa af samfélagsmiðlasíðum í skjóli nætur þegar ljóst var í hvað stefndi. Ef Katrín hefði náð kosningu er ljóst að margir stjórnarliðar hefðu túlkað þá niðurstöðu sem svo að þetta væri, þrátt fyrir allt, í lagi. Nú liggur fyrir að þjóðin hefur hafnað fyrrverandi forsætisráðherra. Sem þá á sama hátt getur túlkast sem reiðarslag fyrir ríkisstjórnina. Erfið mál í þinginu strax á morgun Ballið byrjar strax á morgun á þinginu með nokkrum afar erfiðum málum þeirra á meðal ráðstöfun eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka. Og svo umræða um slit á ÍL-sjóði sem er martröð fyrir íslenska ríkið. Rætt verður frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra en til dæmis hafa bæði ASÍ og BSRB lýst sig alfarið á móti frumvarpinu: Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun sitja fyrir svörum um ÍL-sjóð, meðal annars, í þinginu á morgun.vísir/vilhelm „Yrðu áformin að veruleika fylgdu því dómsmál ásamt óvissu um eignastöðu og getu lífeyrissjóða til að standa undir skuldbindingum gagnvart lífeyrisþegum. ASÍ og BRSB ítreka áherslu sína á að fallið verði frá því að lögfesta heimild til slita á ÍL-sjóði. Alþingi er hvatt til þess að láta vera að leiða frumvarp efnahags- og fjármálaráðherra í lög og sjá til þess að ríkið standi við skuldbindingar ríkisins eða semji um uppgjör þeirra,“ segir meðal annars í harðorðri umsögn þeirra. Einungis sjö virkir dagar eru til að ljúka þinginu fyrir sumarleyfi og víst er að þeir dagar munu reynast ríkisstjórninni þungir í skauti. Uppfært 15:50. Í fyrri útgáfu urðu þau mistök að sagt var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð væri fjármálaráðherra, það er vitaskuld rangt, Sigurður Ingi Jóhannsson er sá og eru lesendur beðnir velvirðingar á ruglingnum.
Forsetakosningar 2024 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent