„Ekkert til að skammast mín fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 15:00 Mykolas Alekna keppti á Demantamótinu í Osló þar sem hann fagnaði sigri með kasti upp á 70,91 metra. Getty/Maja Hitij Heimsmethafinn Mykolas Alekna finnst gagnrýnin á sig ósanngjörn en hann setti heimsmet í kringlukasti í apríl við sérstakar og mjög hagstæðar aðstæður. Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag. Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Alekna kastaði kringlunni 74,35 metra á kastmóti sem fram fór fram á opnum kastvelli í Oklahoma í Bandaríkjunum. Vésteinn Hafsteinsson, afreksstjóri ÍSÍ, var meðal þeirra sem gagnrýndi við hvaða aðstæður metið var sett. Alekna gat líkt og aðrir keppendur mótsins nýtt sér kjöraðstæður í veðri og ljóst að vindurinn hjálpaði honum að slá heimsmetið sem staðið hafði frá árinu 1986, og var 74,08 metrar. Slår tillbaka: ”Har inget att skämmas över” https://t.co/NGsFgWIH7o— Sportbladet (@sportbladet) May 31, 2024 „Með fullri virðingu fyrir Alekna þá hef ég alltaf verið á móti þessari tegund af mótum. Mér finnst að með þessu séu menn að skjóta sig í fótinn,“ segir Vésteinn á sínum tíma við Aftonbladet og bendir á að sams konar kasti komi menn ekki til með að geta náð á stórmótum. „Það sem gerist er að menn ná árangri í sterkum vindi og síðan verða köstin mikið styttri á stórmóti. Ég hef bent á það í tuttugu ár að þetta eru mistök,“ sagi Vésteinn. „Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir. Horfðu bara á hvernig gamla metið var sett,“ sagði Mykolas Alekna við Aftonbladet. Austur-Þjóðverjinn Jürgen Schult átti gamla metið sem stóð í 38 ár. Metið var sett á bak við járntjaldið og örugglega við opnar aðstæður. „Ef þú ætlar að bæta met sem er orðið svona gamalt þá þarftu að kasta í svona keppni og við svipaðar aðstæður. Þetta gengur aldrei á lokuðum leikvangi. Mér fannst kominn tími á að bæta þetta met,“ sagði Alekna. „Ég er ánægður með tímabilið til þessa,“ sagði Alekna. Hann hefur kastað fjórum sinnum yfir sjötíu metra á þessu ári og er án nokkurs vafa öflugasti kringlukastari heims í dag.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum