Verður þér að góðu? Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 3. júní 2024 08:01 Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt. Nú þegar matur bæði í leik- og grunnskólum er á forræði sveitarfélaga eykst ábyrgð þeirra hvað varðar heilsu og vellíðan. Ábyrgð og tækifæri til að hlúa að heilbrigðum neysluháttum. Sveitarfélög eru hvött til að tryggja að núgildandi ráðleggingum um mataræði, handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá 2021, sé fylgt í skólaeldhúsum landsins. Sumarið 2023 kynnti landlæknir nýjar norrænar næringarleiðbeiningar. Hér er um að ræða umfangsmikla uppfærslu byggða á áhrifum á heilsu og umhverfi þegar kemur að mataræði. Næringarráðleggingarnar voru unnar af hópi sérfræðinga skipuðum fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum allra Norðurlandanna. Þar segir meðal annars að mataræði úr jurtaríkinu, svo sem grænmeti, belgjurtir, ávextir og ber, eigi að vera ráðandi. Heilkornavörur skuli vera í fyrirrúmi, mælt er með því að neyta fisks tvisvar til þrisvar í viku og hóflegri neyslu á fituminni mjólkurvörum. Einnig er mælt með því að sleppa unnum matvælum og takmarka kjötneyslu. Hér á landi hefur verið skipaður faghópur á vegum embættis landlæknis til að endurskoða opinberar ráðleggingar um mataræði á Íslandisem hafa verið í gildi síðan 2014. Þær koma til með að byggja á Norrænu næringarráðleggingunum en einnig verður tekið tillit til íslenskra aðstæðna, þar á meðal niðurstaðna úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2019 til 2021. Forvitnilegt verður að fylgjast með þegar þessar breytingar koma til framkvæmda í skólum landsins og handbók fyrir skólamötuneytin verður uppfærð, þar sem jurtafæði og vönduðum fiskréttum er gert hátt undir höfði. Hvað ræður? Hráefniskostnaðurinn, meðferð hráefnis eða umhverfið? Í leikskólum landsins borða öll börn saman og þar þróast ákveðinn matarmenning í litlum hópum. Mörg börn smakka í fyrsta sinn hinar ýmsu fæðutegundir í leikskólum og þar er gjarnan jákvæðara viðmót meðal annars til jurtafæðis og fiskneyslu. Þetta breytist í mörgum tilfellum á næsta skólastigi, hvað sem veldur. Viðhorf breytast og verða oft neikvæð til ákveðinna fæðuflokka og þrátt fyrir að mörg börn séu í mataráskrift er misjafnt hver borða í raun á skólatíma. Það er von til þess að þetta breytist með nýjum lögum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum og að þar byggist upp svipuð menning og í leikskólunum, að öll borða eitthvað þó ekki endilega allt. Vissulega háir það mörgum grunnskólum hve mörg börn borða á sama tíma og að eftirlit og aðstoð við að setja hæfilegt magn og fjölbreytt á diskinn getur verið ábótavant. Tilvalið væri að nota tækifærið og breyta leiknum samhliða lögunum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum. Viðhalda stemningunni úr leikskólum fram yfir yngsta stigið og skoða hvort það hafi áhrif á neyslumynstur og viðhorf til fæðuflokka til framtíðar. Máltíðir í skólamötuneytum eru risastórt lýðheilsumál og unnin matvæli eiga ekki að sjást í þar. Þeir foreldrar sem kjósa að kynna slíkt fyrir börnum sínum geta vitanlega gert það utan skólatíma. Áhersla ætti að vera á holla valkosti með sem lægst kolefnisspor og framleidd í héraði sé það kostur. Ef við ætlum að efla lýðheilsu með tilliti til lýðheilsuvísa og stuðla að heilbrigðum matarvenjum þar sem hollusta og heilnæmi er sett á oddinn verður að vera eftirfylgni með mötuneytum allra skólastiga. Það þarf hvoru tveggja að fræða og hlusta á raddir barnanna en fyrst og fremst að sjá til þess að öll börn séu umkringd næringarríkum matvælum í skólaumhverfinu. Eins er mikilvægt að gefinn sé rúmur tími til að matast, að börn fái góðan tíma til að njóta matarins og ástunda þannig heilbrigðar matarvenjur í stað þess að matartíma sé hraðað til þess að þau missi ekki af útivist eða öðrum frítíma. Við fögnum þessum nýju leiðbeiningunum, hlökkum til að sjá hvernig útfærslurnar verða í handbók fyrir skólamötuneyti og hvernig þær endurspeglast á matseðlum skólanna. Það verður til fyrirmyndar að sjá áherslu á umhverfi og góða næringu þar sem meðal annars heilkornabrauð, grænmeti, ávextir og ber eru í forgrunni. Vel nærð bernska og réttir neysluhættir ættu að vera heillavænleg til framtíðar. Höfundar eru: Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VGog stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leikskólastjóri,stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi Hólmfríður Sigþórsdóttir, kennslufræðingurog flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt. Nú þegar matur bæði í leik- og grunnskólum er á forræði sveitarfélaga eykst ábyrgð þeirra hvað varðar heilsu og vellíðan. Ábyrgð og tækifæri til að hlúa að heilbrigðum neysluháttum. Sveitarfélög eru hvött til að tryggja að núgildandi ráðleggingum um mataræði, handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá 2021, sé fylgt í skólaeldhúsum landsins. Sumarið 2023 kynnti landlæknir nýjar norrænar næringarleiðbeiningar. Hér er um að ræða umfangsmikla uppfærslu byggða á áhrifum á heilsu og umhverfi þegar kemur að mataræði. Næringarráðleggingarnar voru unnar af hópi sérfræðinga skipuðum fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum allra Norðurlandanna. Þar segir meðal annars að mataræði úr jurtaríkinu, svo sem grænmeti, belgjurtir, ávextir og ber, eigi að vera ráðandi. Heilkornavörur skuli vera í fyrirrúmi, mælt er með því að neyta fisks tvisvar til þrisvar í viku og hóflegri neyslu á fituminni mjólkurvörum. Einnig er mælt með því að sleppa unnum matvælum og takmarka kjötneyslu. Hér á landi hefur verið skipaður faghópur á vegum embættis landlæknis til að endurskoða opinberar ráðleggingar um mataræði á Íslandisem hafa verið í gildi síðan 2014. Þær koma til með að byggja á Norrænu næringarráðleggingunum en einnig verður tekið tillit til íslenskra aðstæðna, þar á meðal niðurstaðna úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2019 til 2021. Forvitnilegt verður að fylgjast með þegar þessar breytingar koma til framkvæmda í skólum landsins og handbók fyrir skólamötuneytin verður uppfærð, þar sem jurtafæði og vönduðum fiskréttum er gert hátt undir höfði. Hvað ræður? Hráefniskostnaðurinn, meðferð hráefnis eða umhverfið? Í leikskólum landsins borða öll börn saman og þar þróast ákveðinn matarmenning í litlum hópum. Mörg börn smakka í fyrsta sinn hinar ýmsu fæðutegundir í leikskólum og þar er gjarnan jákvæðara viðmót meðal annars til jurtafæðis og fiskneyslu. Þetta breytist í mörgum tilfellum á næsta skólastigi, hvað sem veldur. Viðhorf breytast og verða oft neikvæð til ákveðinna fæðuflokka og þrátt fyrir að mörg börn séu í mataráskrift er misjafnt hver borða í raun á skólatíma. Það er von til þess að þetta breytist með nýjum lögum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum og að þar byggist upp svipuð menning og í leikskólunum, að öll borða eitthvað þó ekki endilega allt. Vissulega háir það mörgum grunnskólum hve mörg börn borða á sama tíma og að eftirlit og aðstoð við að setja hæfilegt magn og fjölbreytt á diskinn getur verið ábótavant. Tilvalið væri að nota tækifærið og breyta leiknum samhliða lögunum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum. Viðhalda stemningunni úr leikskólum fram yfir yngsta stigið og skoða hvort það hafi áhrif á neyslumynstur og viðhorf til fæðuflokka til framtíðar. Máltíðir í skólamötuneytum eru risastórt lýðheilsumál og unnin matvæli eiga ekki að sjást í þar. Þeir foreldrar sem kjósa að kynna slíkt fyrir börnum sínum geta vitanlega gert það utan skólatíma. Áhersla ætti að vera á holla valkosti með sem lægst kolefnisspor og framleidd í héraði sé það kostur. Ef við ætlum að efla lýðheilsu með tilliti til lýðheilsuvísa og stuðla að heilbrigðum matarvenjum þar sem hollusta og heilnæmi er sett á oddinn verður að vera eftirfylgni með mötuneytum allra skólastiga. Það þarf hvoru tveggja að fræða og hlusta á raddir barnanna en fyrst og fremst að sjá til þess að öll börn séu umkringd næringarríkum matvælum í skólaumhverfinu. Eins er mikilvægt að gefinn sé rúmur tími til að matast, að börn fái góðan tíma til að njóta matarins og ástunda þannig heilbrigðar matarvenjur í stað þess að matartíma sé hraðað til þess að þau missi ekki af útivist eða öðrum frítíma. Við fögnum þessum nýju leiðbeiningunum, hlökkum til að sjá hvernig útfærslurnar verða í handbók fyrir skólamötuneyti og hvernig þær endurspeglast á matseðlum skólanna. Það verður til fyrirmyndar að sjá áherslu á umhverfi og góða næringu þar sem meðal annars heilkornabrauð, grænmeti, ávextir og ber eru í forgrunni. Vel nærð bernska og réttir neysluhættir ættu að vera heillavænleg til framtíðar. Höfundar eru: Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VGog stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leikskólastjóri,stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi Hólmfríður Sigþórsdóttir, kennslufræðingurog flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun