Það er sól og 26 stiga hiti í Stokkhólmi í dag og því eins gott að hlaupararnir passi upp á það drekka nóg.
Það var því áfall fyrir marga þeirra að finna ekkert vatn þegar þeir komu á fyrstu vatnstöðina á hlaupinu.
Vanntrøbbel under Stockholm maraton https://t.co/BQJb4A8yWE
— VG (@vgnett) June 1, 2024
„Það var þarna vatnstankur sem réð ekki við álagið og hraðann sem hann þurfti að dæla út vatninu,“ sagði Lorenzo Nesi, fjölmiðlafulltrúi maraþonsins, í samtali við TT fréttastofuna. NRK segir frá.
Skipuleggjendur eru að reyna að leysa vandamálið en það er þó langt frá því að vera algjör vatnsskortur.
Það eru nefnilega sautján vatnsstöðvar í hlaupinu og það hafa ekki verið nein þekkt vandræði hjá hinum sextán.
Fólk þarf samt að passa sig því vatn er sérstaklega mikilvægt þegar hitinn er að nálgast þrjátíu gráðurnar.
„Það er meira segja einn heitara á milli bygginga,“ sagði veðurfræðingurinn Therese Fougman.
Fyrir aðeins tveimur vikum síðar þá leið yfir fjörutíu manns við svipaðar aðstæður í Göteborgsvarvet sem er hálfmaraþon á götum Gautaborgar. Maður á þrítugsaldri lést.