Vilja rannsaka meint samráð með OPEC Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2024 16:39 Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins vilja rannsókn á því hvort forsvarsmenn olíufélaga Bandaríkjanna hafi átt í samráði með OPEC um olíuverð. AP/J. Scott Applewhite Chuck Schumer og 22 aðrir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins, hafa kallað eftir því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna beiti öllum ráðum til að koma í veg fyrir verðsamráð í olíuiðnaði Bandaríkjanna. Þingmennirnir vilja að meint samráð verði rannsakað og forsvarsmenn fyrirtækja ákærðir, þyki tilefni til. Forsvarsmenn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna (FTC) sögðu fyrr í mánuðinum að rannsókn á samruna tveggja fyrirtækja hefði leitt í ljós samráð sem hefði aukið kostnað bandarískra fjölskylda og fyrirtækja. AP fréttaveitan segir fyrrverandi framkvæmdastjóra Pioneer Natural Resources grunaðan um að hafa átt í samráði við OPEC og OPEC+ með því markmiði að hækka verð hráolíu. Fjármálaeftirlitið samþykkti fyrr í mánuðinum yfirtöku félagsins Exxon Mobil á PNR. Áðurnefndum fyrrverandi framkvæmdastjóra var þó meinað að ganga til liðs við stjórn Exxon Mobil. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Bætist Rússland við og önnur ríki þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC kallast hópurinn OPEC+. Skýrsla eftirlitsins segir samráðið mögulega hafa kostað hefðbundna fjölskyldu um fimm hundruð dali í eldsneytiskostnað á ári. Það samsvarar tæpum sjötíu þúsund krónum. Sjá einnig: Ofsagróði hjá olíurisunum eftir innrás Rússa í Úkraínu Demókratar segja að á undanförnum tveimur árum hafi Exxon Mobil og önnur olíufélög Bandaríkjanna hagnast um rúmlega þrjú hundruð milljarða dala. Það samsvarar rúmum 41 billjón króna (41.000.000.000.000). Vilja allsherjarrannsókn Þingmennirnir vilja að starfsmenn FTC hefji allsherjar rannsókn á olíugeiranum og því hvort forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi átt í samráði við OPEC. Þeir segja það mögulega varða þjóðaröryggi, þar sem ríki innan OPEC, eins og Rússland og Íran, reyni að grafa undan Bandaríkjunum. Demókratar hófu sjálfir í síðustu viku rannsókn á því hvort forsvarsmenn olíufyrirtækja hafi lofað Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, einhverju og þá hverju á kvöldverði í apríl. Trump er sagður hafa beðið mennina um milljarð dala til forsetaframboðs síns í skiptum fyrir að draga úr reglum sem eiga að vernda umhverfið og binda enda á tímabundið bann við útflutning jarðgass. Því hefur einnig verið haldið fram að Trump hafi heitið því að halda eða bæta skattaafsláttum fyrirtækjanna. Talskona stærstu hagsmunasamtaka olíufyrirtækja í Bandaríkjunum sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að bandarísk olíufyrirtæki hefðu staðið við bakið á neytendum í Bandaríkjunum og um allan heim, gegn samdrætti á framleiðslu hjá OPEC. Hún sagði bréf Demókrata vera enn eina tilraun Demókrata til að grafa undan olíuiðnaðinum. Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forsvarsmenn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna (FTC) sögðu fyrr í mánuðinum að rannsókn á samruna tveggja fyrirtækja hefði leitt í ljós samráð sem hefði aukið kostnað bandarískra fjölskylda og fyrirtækja. AP fréttaveitan segir fyrrverandi framkvæmdastjóra Pioneer Natural Resources grunaðan um að hafa átt í samráði við OPEC og OPEC+ með því markmiði að hækka verð hráolíu. Fjármálaeftirlitið samþykkti fyrr í mánuðinum yfirtöku félagsins Exxon Mobil á PNR. Áðurnefndum fyrrverandi framkvæmdastjóra var þó meinað að ganga til liðs við stjórn Exxon Mobil. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Bætist Rússland við og önnur ríki þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC kallast hópurinn OPEC+. Skýrsla eftirlitsins segir samráðið mögulega hafa kostað hefðbundna fjölskyldu um fimm hundruð dali í eldsneytiskostnað á ári. Það samsvarar tæpum sjötíu þúsund krónum. Sjá einnig: Ofsagróði hjá olíurisunum eftir innrás Rússa í Úkraínu Demókratar segja að á undanförnum tveimur árum hafi Exxon Mobil og önnur olíufélög Bandaríkjanna hagnast um rúmlega þrjú hundruð milljarða dala. Það samsvarar rúmum 41 billjón króna (41.000.000.000.000). Vilja allsherjarrannsókn Þingmennirnir vilja að starfsmenn FTC hefji allsherjar rannsókn á olíugeiranum og því hvort forsvarsmenn Bandaríkjanna hafi átt í samráði við OPEC. Þeir segja það mögulega varða þjóðaröryggi, þar sem ríki innan OPEC, eins og Rússland og Íran, reyni að grafa undan Bandaríkjunum. Demókratar hófu sjálfir í síðustu viku rannsókn á því hvort forsvarsmenn olíufyrirtækja hafi lofað Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, einhverju og þá hverju á kvöldverði í apríl. Trump er sagður hafa beðið mennina um milljarð dala til forsetaframboðs síns í skiptum fyrir að draga úr reglum sem eiga að vernda umhverfið og binda enda á tímabundið bann við útflutning jarðgass. Því hefur einnig verið haldið fram að Trump hafi heitið því að halda eða bæta skattaafsláttum fyrirtækjanna. Talskona stærstu hagsmunasamtaka olíufyrirtækja í Bandaríkjunum sagði blaðamanni AP fréttaveitunnar að bandarísk olíufyrirtæki hefðu staðið við bakið á neytendum í Bandaríkjunum og um allan heim, gegn samdrætti á framleiðslu hjá OPEC. Hún sagði bréf Demókrata vera enn eina tilraun Demókrata til að grafa undan olíuiðnaðinum.
Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira