Fréttir af meintri skaðsemi lýsis sagðar æsifréttir Árni Sæberg skrifar 30. maí 2024 13:40 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Sérfræðingar segja fréttir af meintri skaðsemi lýsis byggja á rannsókn sem ekki sé unnt að draga neinar ályktanir af. Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni. Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni.
Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fjórtán geta búist við sekt Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira