Fréttir af meintri skaðsemi lýsis sagðar æsifréttir Árni Sæberg skrifar 30. maí 2024 13:40 Fjölmargir taka lýsi og omega-3 á hverjum degi, í von um að það geri þeim gott. Getty Sérfræðingar segja fréttir af meintri skaðsemi lýsis byggja á rannsókn sem ekki sé unnt að draga neinar ályktanir af. Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni. Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að niðurstöður nýrrar rannsóknar bentu til þess að rekja megi aukna áhættu á gáttatifi og heilablóðfalli til neyslu fiskolíu sem fæðubótarefnis.. Niðurstöðurnar sem vísað var í voru þær að þeir sem höfðu ekki greinst með hjartasjúkdóm en neyttu fiskiolíu í formi fæðubótarefnis voru þrettán prósent líklegri til að greinast með gáttatif en þeir sem neyttu ekki fiskolíu og fimm prósent líklegri til að fá heilablóðfall. Er lýsi jafnvont og það er vont? Þær Dögg Guðmundsdóttir og Guðrún Nanna Egilsdóttir, meistaranemar í næringarfræði, rita aðsenda grein á Vísi í dag, þar sem þær velta upp spurningunni um hvort lýsi sé eins skaðlegt og það er bragðvont. Þær segja að einstaklingar sem borða holla og fjölbreytta fæðu þurfi almennt ekki að taka inn fæðubótarefni en allir Íslendingar þurfi þó að taka inn D-vítamín sérstaklega sem fæðubótarefni, annaðhvort sem lýsi eða D-vítamíntöflur. Það sé vegna þess hve norðarlega við búum og sólin geti því ein og sér ekki fært okkur nægilegt magn D-vítamíns. Túlka þurfi rannsóknir rétt Þær segja nýjar rannsóknir á svið næringarfræði kærkomna viðbót í leit að aukinni þekkingu á næringarfræði. Það krefjist hins vegar viðeigandi þekkingar að túlka rannsóknir rétt til þess að sjá hvort þær veiti upplýsingar eða standi á brauðfótum, sem fjölmiðlar geri almennt ekki. Fréttirnar sem um ræðir séu unnar upp úr rannsókn sem var gerð úr stóru gagnasafni og var spurningalisti lagður fyrir. Rannsókninni hafi hins vegar ekki fylgt nákvæm heilsufarsskoðun hvers og eins. Þar sé gott að staldra við en rannsóknin hafi verið haldin ýmsum takmörkunum og galla, sem bjóði upp á bjögun sem vert sé að hafa í huga. Athygli vekji að þau sem voru greind með hjarta- og æðasjúkdóma voru sérflokkuð í rannsókninni og þar hafi omega-3 fæðubót haft verndandi áhrif. „Hvergi í rannsókninni var farið í skammtastærðir og formúlur þeirra fiskiolíufæðubótarefna sem þátttakendur voru að taka. Því geta niðurstöður ekki gefið okkur orsakasamhengi. Rannsóknin hefur þó einhverja styrki, eins og að hún byggir á stóru þýði þátttakenda. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur þó helst að frekari rannsókna sé þörf á inntöku lýsis og tengsla við hjarta- og æðasjúkdóma til að útiloka skaðleg áhrif.“ Beinvernd á sama máli Skömmu eftir að frétt Morgunblaðsins birtist ritaði formaður Beinverndar færslu á Facebook-hópi samtakanna undir yfirskriftinni Þegar efni er ekki skoðað í réttu samhengi. Þar er vitnað í höfunda rannsóknarinnar sem segja að um sé að ræða áhorfsrannsókn sé hvorki unnt að fullyrða um orsakasamhengi né draga ályktanir út frá rannsókninni.
Heilbrigðiseftirlit Heilsa Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira